Færsluflokkur: Tónlist

Nóg af olíu í Mið-Austur-löndum

arabi.jpgÞegar ég fékk bílpróf 17 ára vildi svo skemmtilega til að vetur var genginn í garð. Ég naut þess að keyra út um allt í slabbinu, hitta vini og monta mig af Nissanuninum mínum sem er hefur einn ljótasta lit íslensku bílasögunar. Dökk bleikur. Ég taldi ekki skiptin sem ég fór "upp á stöð" til að spjalla við félagana en þau voru þó nokkur. Sennilega á hverju einasta kvöldi í 3-4 ár. "upp á stöð" er bílaplanið fyrir aftan sjoppuna á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Þar er líka Dekkjaverkstæði.

mi_austurlandabuar_768631.jpg

Ég gleymi því ekki að á hverju vetri og á hverjum bíl sem maður var á gat maður ekki sleppt því að taka handbremsu beygju þegar maður kom fyrir hornið á 30-50 kmh hraða. Hvað það var gaman! Það er ekki hægt að leika sér svona á þurru malbiki því þá þarf maður að vera á meiri hraða, taka meiri áhættu og "slíta" bílnum meira.

Í mið-austurlöndum vafra menn sér ekki fyrir því hvort það sé þurrt malbik. Menn gefa bara þeim meira í. Og nota hraðbraut í stað bílaplans til þess að "drifta" eða "skransa" bílnum út og suður. Þá virðist ekki skipta neinu máli hvort umferð sé á brautinni eða mannfjöldi við vegarbrúnina. Dekkja eyðsla virðist heldur ekki aftra þeim frá því að eyða peningum, hvað þá eldsneyti? Heimska eða snilld? Bæði segi ég!


Lay Low brillerar

lay_low.jpgÉg keypti nýjustu plötuna með Lay Low um daginn. Mér til mikillar ánægju varð hún engan veginn að vonbrigðum! Þvert á móti er þetta besta plata sem ég hef heyrt með íslenskri söngkonu, síðan Ellý Villhálms var og hét. Þetta er contry plata. Contry höfðar vel til mín. Ég get ekki dæmt plötuna nú þegar þar sem ég hef ekki melt hana nema í 2 daga eða svo. En ég ætla að gefa laginu "I Forget It's There"  10 og hálfa stjörnu.( 10 er mest á mínum mælikvarða ) Ég gaf laginu einkun eftir 5 sekúndna hlustun og gaf því strax fullt hús. Og það stóðst. Það besta er að þetta er bara eitt lag af 11 laga plötu sem hún var að gefa út. Ég er orðinn meira en aðdáandi!

Þetta er lagið:


Töffaraskapur- SÖNN SAGA

Að vera Töffari er ekki á færi allra. Í það minnsta ekki samkvæmt reynslu minnar á "alvöru töffurum"

Í gegnum tíðina og þá sérstaklega í dag, hefur "töffaraskapur" þótt vera merkilegt fyrirbrigði. Jafnvel dónalegt, svívirðilegt, óþarfi, kjánalegt, öfunsvert, flott, óþarfi, þurfi og í dag, lífsstíll til að komast af.

dean.jpg

Það eru sennilega 7-8 mánuðir liðnar síðan ég kom inn á Bar 11. Eða "Ellefan" Eins og hann er kallaður.  Ég kem inn og sest á næsta barstól og geri mig góðann til að panta drykk, sem ég og geri. Fáir voru inni enda klukkan bara 18:00, eða eitthvað slíkt. Í þann mund sem ég er að fara að tala við barþjóninn koma 3 félagar upp að barnum. Umkringja mig og leggjast nánast á barborðið til þess eins og að fá athygli mína. (Töffarar 1, 2 og 3) Ég brosa og kinka kolli á "töffara nr 1".

Nokkurn veginn fór samtal okkar svona fram:

---------------------------------------------------------------

Töffari 1: Hvar keyptirðu þessa greiðslu? (töffarar 2 og 3 hlægja)

Ég: Ég fékk hana í álnavörubúðinni hérna fyrir ofan. (Enginn hlær)   

Töffari nr 1: Hvað segirðu? Ætlarðu að detta í það núna, klukkan 6 á föstudegi?

Ég: Ég veit það nú ekki, ég á reyndar von á félaga mínum fyrr eða síðar.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Samtalið varð ekki meira í bili, en í millitíðinni fjölgaði á staðnum, mér til mikillar ánægju. Þar kom flott dama sem settist við hliðina á mér og einhverjir vinir hennar. Ég var satt að segja drullufeginn að vera losnaður undan þessum ofur-töffurum.

Hálftíma seinna var félagi minn ekki kominn og daman og vinir hennar höfðu sest við borð í salnum. Ég sat ennþá á barnum. Ég hugsaði mér til útgangs þegar Töffari nr 2 kom upp að mér.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Töffari nr 2: Bíddu ert þú ekki einhver Presley eða eitthvað

Ég: Nei það held ég ekki.

Töffari nr 2: Ertu ekki að spila eða syngja einhverstaðar?

Ég: Nei ég vildi að svo væri

Töffari nr 2: Ég held ég hafi séð þig einhverstaðar áður.

Ég: Já það gæti verið á....(svo taldi ég upp hinn og þennan stað sem ég hef komið fram á)

Töffari nr 2: Jaaaáá! ROP...þú ert þarna ROP, þú er þessi gamaldagslegi píanóleikarinn þarna! HIKST/ROP

Ég: Já akkúrat  (Töffari nr 2 lítur skringilega á mig)           

brando.jpg                                                                                                                         

Þegar hingað er komið man ég ekki mikið meira af samkiptum mínum við töffarana, nema hvað að ég man að þeir fóru út af staðnum fljótlega eftir samskipti mín við Töffara nr.2.

Töffari nr.3 sem var þybbnastur af þeim talaði aldrey neitt mikið, en hlóg alltaf af því sem Töffari nr. 1 og Töffari nr. 3 höfðu að segja og þá sérstaklega af Töffara nr.1. Töffari nr 2 var meira svona gæjinn sem skammaði Töffara nr.3 fyrir að hlægja ekki nógu mikið af Töffara nr. 1.

Saman gengu þeir töffaralega út og ég gleymi ekki töffara hláturnum þeirra, sem er svona...."he ha hea he he ha ha"

 


Bloodshot Bill - Rockabilly með Pönk ívafi dauðans

Fáir þekkja snillinginn Bloodshot Bill. Náunginn er ótrúlegur. Hann byrjaði snemma á að syngja Rockabilly tónlist. Herma eftir öllum gömlu meisturunum, Carl Perkins, Jack Scott, og fleirum. Seinna fór Bill að þróa tónlistina sína út í pönk. Hann fór að fá dálæti á tónlistarmönnum eins og Hasil Adkins, sem er hvað þekktastur fyrir tónlistartegundina "Physicobilly" Snargeðveikur suðurríkja redneck sem veit um fátt skemmtilegra en að slást og krassa bílum.

bloodshot_bill.jpg

Physicobilly er samblanda af Rockabilly og pönki. Bloosdshot Bill er syngjandi dæmi um physicobilly tónlist og setur nánast andlit á tónlistina.

 


Ráma rödd?

eartha_kitt_757170.jpg

Skil ekki efni fréttarinnar að því leyti að Eartha Kitt hafi verið þekkt fyrir að vera með ráma rödd. Ég þekki söngkonuna ekki mjög vel, en þekki þó mörg lög með henni frá sjötta áratugnum og early sjöunda. Þar er hún þvert á móti með vanillu mjúka rödd í öllum sínum lögum. Getur verið að hún hafi farið að verða rám með aldrinum? Þekki það ekki.


mbl.is Eartha Kitt látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt besta trommusóló í veröldinni! - Video

burning_highway_744151.jpgEric Sardinas ER besti núlifandi "slide Guitar leikari" í heimi! Þetta er mitt mat. Eric Sardinas er fæddur í Fort Lauderdale í Flórída árið 1970.  Sardinas (Sarínur) byrjaði að spila á gítar þegar hann var 6 ára. Ég las einhvern tíma um Sardinas að hannn væri grænmetisæta. Borðaði bara gras. Rétt eins og kindur og kýr gera á beit. Hann hélt áfram að borða gras þangað til hann fékk að fá hjartsláttartruflanir og byrjaði að þjást af kvíða og einbeitningarleysi. eric_sardinas_744156.jpg

Læknirinn hans réð honum frá því að halda áfram að borða bara gras í öll mál. Eric fór eftir tilmælum læknis síns, án þess að hafa trú á ráðinu, en læknaðist  eftir að byrja að borða "létt kjöt." Það er að segja, kjúkling, fisk og annað slíkt."Hvort sem það er kjöti eða grasi að þakka, er ég feginn að vera á lífi" Sagði Eric einn daginn í viðtali er hann var spurðu út í heilsufar.patrick_caccia.jpg

Eric Sardinas hefur sosem kannski ekki afrekað mikið miðað við Elvis eða Stones, en menn eins og Chuck Berry og B.B King vita hver hann er. Þá telst það nú nokkuð gott.

Ástæðan fyrir því að ég vildi troða Eric Sardinas hingað inn á þetta þétt-settna og vel-lesna blogg er að ég hef nánast aldrey heyrt eins flott trommusóló. Hérna er Eric Sardinas með trommuleikara sem heitir Patrick Caccia.

Patrick virðist ekkert veifa sér fyrir hvort hann sé með einn kjuða eða tvo, spili á trommusett eða gólf. Hér kemur sólóið umtalaða:


Íraksstríðið

Ég ætla að byrja á því að segja mína skoðun á Íraksstríðinu, svona svo þið 3-4 mannungar sem lesið þetta blogg getið áttað ykkur á skoðunum mínum.

iraq_marine.jpg

 

Íraksstríðið eða "The second Gulf War" er stríð sem kallast "Iraqi Freedom" eða "Frelsun Íraks." 10 Júlí 2003 réðust 32 þjóðir inn í Írak með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar. Bandaríkjamenn höfðu 78% heraflans sem réðst inn í landið á innrásardegi. Bretar höfðu 19% herafla. Innrásin gekk eins og í sögu. Ekki einn hermaður lét lífið. 2 atvik urðu þó til þess að hneykslunarmál komu upp í Bandaríkjunum. Tveir Hummvee-ar urðu bensínlausir hálfa leiðina að fyrsta Roundee point. Bandaríkjamenn og þeirra bandamenn, unnu svo mikinn yfirburðarsigur að það var talað um það í öllum fjölmiðlum um allan heim.

 

5 árum síðar er staðan öðruvísi. Bandamenn ERU að vinna stríðið í Írak, en ekki eins auðveldlega og þeir héldu í fyrstu. Bandaríski herinn hefur viðurkennt, að herinn sé sérþjálfaður (allar deildir) til að berjast við annan "háþróaðan her". Ekki hryðjuverkamenn. Bílsprengur, sjálfsmorðssprengjuárásir og þvíumlíkt hefur Bandaríkjaher ekki þróað sér nægan viðstöðubúnað til að sporna við slíku. Þessa daga, sem og síðustu ár hafa vísindamenn Bandaríska hersins verið að þróa ótrúlegustu vopn nútímahernaðar gegn "Íraks-orrustum" eins og þeir kalla það. (Iraq battles)

                                                                                                         mi_austurlandabuar_734187.jpg

Ég er sjálfur með 66 stöðvar og þar á meðal Discovery og National Geographic. Á þessum sjónvarpstöðvum eru þættir um SVO ótrúlega tæknibyltinu í hernaði að ekki einu sinni ÉG SJÁLFUR trúi því, og þá er nú mikið sagt. Staðreyndin er sú að Bandamenn, allt svo Bandaríkjamenn, Bretar, Danir, og fleiri að sjálfsögðu eru að vinna orrustuna í Írak. En ég vil taka sterkt fram, að Írak er bara orrusta í stríðinu gegn hryðjuverkum! Stríðið gegn hryðjuverkum viðgengst um allan heim. Asíu, Mið-Austurlöndum, Evrópu, Ameríku, Afríku svo fáar heimsálfur séu nefndar.

iraq_marine2.jpg


Elvis Presley

elvis_presley.jpgElvis Aaron Presley er að mínu mati einhver besti söngvari fyrr og síðar, sé litið til söngstíls, sviðsframkomu og almenns stíls.

Ég ætla ekki að koma með sérpistil um Elvis Presley hér, ég mun koma með hann síðar, en það kom mér á óvart að Elvis lenti ekki nema í 3 sæti yfir bestu söngvara veraldar, samkvæmt tímaritinu Rolling Stone.

Hvað er það sem dregur Elvis niður í 3ja sætið? Er það söngshæfileikinn? Persónuleikinn? Eða er það kannski plötusalan? Presley hefur selt rúmlega einn milljarð platna, eða meira en nokkur annar söngvari í veröldinni.

Flestir jarðabúa virðast því fíla Elvis. En að sjálfsögðu ekki allir. Sé litið aftur til ársins 1962, nær Elvis 100% kosningu í "Besti söngvari heims" samkvæmt tímaritinu Rock n Roll Hall of fame. Það er skiljanlegt. Ekki vegna þess að Elvis var á hátindi ferils síns þá, heldur vegna þess að Elvis var mest áberandi þjóðhetjan í kvikmyndum þess tíma. Staðreyndin er reyndar sú, að Elvis náði aldrei neinum hátindi. Hann var alltaf á hátindi ferils síns. 1956 jafnt sem 1977 og sá tindur rís enn.

Mörgum kunna að finnast að þetta séu ýkjur í mér, og ég komi þessu á framfæri, vegna þess að ég sé svo mikill aðdáandi, en þetta er staðreynd.

Þess má geta að plötur Elvis eru lang mest seldu plötur látins tónlistarmanns fyrr og síðar.


Just Eat/ Bara éttu.

justeat.gifÉg skráði mig sem notanda inn á justeat.is. Kerfið virðist í fyrstu mjög gott í alla staði. Allskonar veitingastaðir sem hægt er að panta mat frá, NEMA í Hafnarfirði. Í Hafnarfirði er bara hægt að panta mat frá 2 veitingastöðum. Dominos Pizza og Dong Huang, sem er sennilega kínastaður. Frábært úrval fyrir Hafnfirðinga!

fastfood.jpg

Ég skráði mig inn sem notanda á Just Eat. Þessar fræknu upplýsingar fékk ég beint í andlitið:

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Hæ XXXXXXX

Ég nota Just-Eat.is þegar ég panta mér mat því það er fljótlegt og þá þarf ég ekki að muna nein símanúmer. Það er líka auðvelt að skoða matseðla alls konar veitingastaða og panta -allt á einum stað.

Sem Just-Eat "Plöggari" langar mig að athuga hvort þú vilt ekki prófa að panta mat í gegnum netið. Ef þú vilt prófa notaðu þá endilega linkinn hér fyrir neðan:

http://www.just-eat.is/pages/Reffer.aspx?userid=21969

Ef þú gerir það fæ ég 5000 punkta í fyrsta sinn sem þú pantar á Just-Eat.is, en þú færð að sjálfsögðu líka punkta fyrir það sem þú pantaðir.


Vonandi að þú getir notað þetta :)

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

giant-hamburger.jpg

 

"Sem Just-Eat "Plöggari langar mig að athuga hvort þú vilt ekki prófa að panta mat í gegnum netið." Jú það ég get! Að minnsta kosti frá 2 stöðum!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 23598

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband