Töffaraskapur- SÖNN SAGA

Að vera Töffari er ekki á færi allra. Í það minnsta ekki samkvæmt reynslu minnar á "alvöru töffurum"

Í gegnum tíðina og þá sérstaklega í dag, hefur "töffaraskapur" þótt vera merkilegt fyrirbrigði. Jafnvel dónalegt, svívirðilegt, óþarfi, kjánalegt, öfunsvert, flott, óþarfi, þurfi og í dag, lífsstíll til að komast af.

dean.jpg

Það eru sennilega 7-8 mánuðir liðnar síðan ég kom inn á Bar 11. Eða "Ellefan" Eins og hann er kallaður.  Ég kem inn og sest á næsta barstól og geri mig góðann til að panta drykk, sem ég og geri. Fáir voru inni enda klukkan bara 18:00, eða eitthvað slíkt. Í þann mund sem ég er að fara að tala við barþjóninn koma 3 félagar upp að barnum. Umkringja mig og leggjast nánast á barborðið til þess eins og að fá athygli mína. (Töffarar 1, 2 og 3) Ég brosa og kinka kolli á "töffara nr 1".

Nokkurn veginn fór samtal okkar svona fram:

---------------------------------------------------------------

Töffari 1: Hvar keyptirðu þessa greiðslu? (töffarar 2 og 3 hlægja)

Ég: Ég fékk hana í álnavörubúðinni hérna fyrir ofan. (Enginn hlær)   

Töffari nr 1: Hvað segirðu? Ætlarðu að detta í það núna, klukkan 6 á föstudegi?

Ég: Ég veit það nú ekki, ég á reyndar von á félaga mínum fyrr eða síðar.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Samtalið varð ekki meira í bili, en í millitíðinni fjölgaði á staðnum, mér til mikillar ánægju. Þar kom flott dama sem settist við hliðina á mér og einhverjir vinir hennar. Ég var satt að segja drullufeginn að vera losnaður undan þessum ofur-töffurum.

Hálftíma seinna var félagi minn ekki kominn og daman og vinir hennar höfðu sest við borð í salnum. Ég sat ennþá á barnum. Ég hugsaði mér til útgangs þegar Töffari nr 2 kom upp að mér.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Töffari nr 2: Bíddu ert þú ekki einhver Presley eða eitthvað

Ég: Nei það held ég ekki.

Töffari nr 2: Ertu ekki að spila eða syngja einhverstaðar?

Ég: Nei ég vildi að svo væri

Töffari nr 2: Ég held ég hafi séð þig einhverstaðar áður.

Ég: Já það gæti verið á....(svo taldi ég upp hinn og þennan stað sem ég hef komið fram á)

Töffari nr 2: Jaaaáá! ROP...þú ert þarna ROP, þú er þessi gamaldagslegi píanóleikarinn þarna! HIKST/ROP

Ég: Já akkúrat  (Töffari nr 2 lítur skringilega á mig)           

brando.jpg                                                                                                                         

Þegar hingað er komið man ég ekki mikið meira af samkiptum mínum við töffarana, nema hvað að ég man að þeir fóru út af staðnum fljótlega eftir samskipti mín við Töffara nr.2.

Töffari nr.3 sem var þybbnastur af þeim talaði aldrey neitt mikið, en hlóg alltaf af því sem Töffari nr. 1 og Töffari nr. 3 höfðu að segja og þá sérstaklega af Töffara nr.1. Töffari nr 2 var meira svona gæjinn sem skammaði Töffara nr.3 fyrir að hlægja ekki nógu mikið af Töffara nr. 1.

Saman gengu þeir töffaralega út og ég gleymi ekki töffara hláturnum þeirra, sem er svona...."he ha hea he he ha ha"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég næ þessu ekki alveg.  Enda á tuttugasta bjór.  En ég man eftir þessari mynd af - að ég held - Marlon Brando.  Þegar ég var krakki á sjöunda áratugnum nemandi í barnaskóla á Hólum í Hjaltadal voru nemendur í Bændaskólanum á Hólum með þessa mynd sem stóra veggmynd uppi á veggjum innanum myndir af Bítlunum,  Stóns og fleiri rokkstjörnum.  Ég hef aldrei fattað myndina.  Held að hún sé úr kvikmynd.  En - að ég held - þá var Marlon Brando ekki rokkstjarna. 

Jens Guð, 9.1.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 23488

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband