Færsluflokkur: Tónlist
2.11.2008 | 16:21
Misskilningur! Ekki til sölu!
Snekkjan er ekki til sölu! Ég keypti hana sjálfur fyrir 3 mánuðum síðan og ég er ekki að selja hana. Svo er líka skekkja í fréttinni, því hún er bara 81 meter en ekki 82. Moskan er heldur ekki lengur til staðar því ég breytti henni í bar, sem er innréttaður nákvæmlega eins og Goodfellos í Ármúla. Ég er meira að segja með Jónas-lookalike sem barþjón! En bara mynd af Golla.
![]() |
Snekkja Saddams til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 20:25
Leoncie heldur áfram að hneyksla heimsbyggðina! Og smá Ding Dong..

Leoncie er ekki látin eins og áður hafði verið talið. Hún býr nú í London og er við hryssuheilsu. Leoncie var að koma með nýtt lag sem skelfur heimsbyggðina. Laginu "Enginn Prikantur Hér" líkja menn henni við Marilyn Manson nútímans eða Elvis Presley fortíðarinnar.
"Kynæsandi mjaðmarheyfingar og vægast sagt stórhneykslanlegur texti" segir í tónlistar ritinu Euro-Trash. Í laginu koma m.a fram orð eins og, "glim-skvísa" og "nakin". Ein setningin er líka á þessa leið: "þú getur beddlað og beddlað". Lagið er hér í fullri lengd, eða "fullri reisn" eins og Leoncie tjáði blaðamanni Euro Trash tímaritsins þegar hún sagði honum að myndbandið væri komið á youtube. Varað er við myndum og texta við lagið:
Til þess að hafa þessa færslu ekki bara asnalega og leiðinlega set ég hér inn skemmtilega upptöku með Pétri Jóhanni og Dodda litla gera síma-at í löggunni í útvarpsþættinum Ding Dong hér um árið:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2008 | 22:09
Boðnir í viðtal á Útvarpi Sögu.
Ég vildi vekja netta athygli á því að við Jens Guð verðum í viðtali á Útvarpi Sögu miðvikudagsmorguninn klukkan 08:10. En vegna þess að ég kem til með að missa af því, sökum þess að ég var boðinn í viðtal á ónefndri útvarpstöð hér í bæ á sama tíma, mun ég hlusta á endurtekninguna um kvöldið sama dag, milli klukkan 20:00 og 21.

Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.9.2008 | 17:06
Eftirhermur
Eftirhermur geta verið eins hræðilega lélegar og vakið upp kjánahroll hjá áhorfendum, rétt eins og þær geta gefið þeim sterka gæsahúð. Til eru margvíslegar eftirhermur, sumar herma eftir röddum, aðrar eftir hreyfingum og enn aðrar eftir svipum fólks. Svo eru margar sem blanda þessu öllu saman, en tekst misvel. Einnig eru margar eftirhermur sem herma eftir söng. Það er að segja söngrödd. Og þar er Emma Taylor engin undantekning.
Emma Taylor, sem er brúða, getur hermt eftir Etta James.
Etta James er svört sönkona. Ekki nóg með það heldur eins sú allra besta sem uppi hefur verið. Í fljótu bragði myndi maður ætla að mjög erfitt væri að herma vel eftir rödd hennar. En Emma Taylor (brúðan) getur sungið nánast nákvæmlega eins, rétt eins og að drekka vatn. Hér kemur Emma Taylor fram í hæfileikakeppninni America's Got Talent og syngur lagið At Last með Etta James. Hún nær henni ótrúlega vel.
Klikkið á videoið til að skoða:
(Takið eftir að það er í raun ekki brúðan sem syngur, heldur búktalarinn sem heldur á henni)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 14:25
Bo Diddley
Ég biðst afsökunar á að hafa ekki skrifað neinar færslur undanfarna daga. Ég hef verið á Hawaii, njóta lífsins, drekkandi Cocos martini og reykjandi vindla á ströndinni. En aftur er ég kominn.
Tónlist (og bílar reyndar) eru hlutir sem ekki batna með tímanum að mínu mati. Sjálfur hef ég frekar áhuga á að renna niður laugarveginn í Chevrolet 56 með Buddy Holly í botni heldur en að slefa þetta á B.M.W (Bilar Meira en Venjulega) með Benz Club í hátölurunum eða Páli Óskarssyni Hvað um það.
Bo Diddley var og er einn, af þessum risum í rokkinu. Maðurinn var snillingur. Hann náði að skapa sinn eigin hljóm, sem hvítir fávitar vildu endilega flokka undir svokallað "Jungle boogie" eða frumskógar rokk, vegna þess að Diddley var svartur, og var Diddley oftar en ekki kallaður á þessum tíma "The Jungle Beast" af fáfróðum hvítum kynþáttahöturum og ösnum, sem sjálfir höfðu barist við nasista í seinni heimstyrjöldinni.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Bo Diddley fæddist í Missisippi árið 2008 og lést árið 1928. Hann var semsagt "framúrstefnumaður". Ég ætla ekki að fara að tíunda hér ævi Bo Diddley, það hafa aðrir betri skrifarar gert. En Bo var mjög sérstakur að því leyti að hann kom með nýtt "Beat" inn í rokkið. Allt svo nýjan takt. Lagið "Bo Diddley" einkennist einmitt af þeim takti. Ég veit ekki hvernig á að lýsa honum. Einhverskonar harður taktur, ekki endilega hraður heldur svokallað "Jungle Beat" eins og menn vildu kalla hann. Ég læt fylgja með þessari færslu, 2 video með Bo Diddley, svo þið sem ekki þekkið Bo, getið áttað ykkur á hvað ég er að meina.
Segið svo að ekkert hafi verið fyrir Jimi Hendix!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2008 | 13:29
Þeir hljóta að skila sér...

![]() |
Skotið á hús í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 31.8.2008 kl. 02:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 15:41
Captein Beefheart
Captein Beefheart er einn mesti snillingur okkar tíma að mínu og hans mati. Honum finnst skemmtilegra að gera sína tónlist heima í hjólhýsinu sínu heima í Nevada, og mála málverkin sín heldur en að búa að ríkborgarabrag í California. Beefheart er búinn að vera að síðan 64-5 og er enn í dag ´5 gír. Gaman er að segja frá því að Beefheart er æskuvinur Frank Zappa. Ég læt hér fylgja tvö video af meistaranum, annað með myndandbandi við Ice Creams for Crow og hitt er þegar hann mætti blindölvaður í vitðal í beinni útsendingu hjá Davíð Leðurmanni.
Tónlist | Breytt 24.8.2008 kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.8.2008 | 17:44
Styttist í plötuna Hang Em High - Tóndæmi -
Nú styttist óðum í fyrstu plötu Blues Willis og er verið þessa dagana að klára masteringu og cover gerð. Við vonumst að platan sem er contry plata nái að koma út eigi síðar en í September.
Ég ákvað að skella hingað inn á bloggið einu lagi í tónspilarann. Lagið er ekki sungið af neinum öðrum en The reverent Bjöggi Dallas og vill svo skemmtilega til að lagið heitir einmitt Ballad of Dallas og er sungið á íslensku, en það er eina lagið á plötunni sem sungið er á því framandi tungumáli.
Lagið er eitt lag af 12 laga plötu.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.8.2008 | 17:23
Gibson VS Setzer
Brian Setzer er að mínu mati einn lang besti, lifandi gítarleikari sem til er. 10 Apríl 1959 fæddist strákur er var nefndur Leon Drucker. Kallaði sig síðar Brian Setzer / /ekki spyrja mig.) Hann lærði að spila á gítar og bla bla bla...
Ég ætla mé ekki að fara að tíunda ævi Setzer hér, það hafa aðrir betri skrifarar gert, en ég vil endilega vekja athygli á honum. Hann er öðru hverju að dúkka upp hér og þar. Hann er a sjálfsögðu þekktastur fyrir að vera í henni vel þekktu hljómsveit Stray Cats. Lagið sem ég setti inn á síðuna heitir "Rumble in Brighton Tonight",og takið eftir hversu fullkomlega Setzer hefur vald á gítarnum, sem er af Gibson tegund.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 03:04
"Síðasta hlustun" fyrir Blues Willis plötuna (Hang 'em high)
Í kvöld kíkti ég með Rúnari félaga mínum upp í stúdíóið þar sem við í Blues Willis höfum verið að taka upp plötuna okkar. Áætlunin var að taka svokallaða "síðustu hlustun" á plötuna okkar. Það er að segja, þar sem allir meðlimir koma saman og hlusta á alla plötuna frá A-Ö.
Það kom svo skemmtilega á óvart hversu margir voru viðstaddir. Það voru allir meðlimir Blues Willis + fleiri félagar. Sennilega samtals um 14-16 manns. Stemningin var frábær. Allir með bjór í hönd og spjallandi saman á létturm tónum, ásamt því að hlusta á plötuna rúlla. Sumir komu með athugarsemdir um hitt og þetta, og ef fleiri voru sammála, lagaði Maggi upptökustjóri það í hvelli með fíngerðum stillingum á tölvuna.
Ég spila á píano inn á 2 lög á plötunni. Það var virkilega skemmtilegt hvað allir voru sáttir við píano fyllinguna. Það hvetur mann. Hvetur mann helst til að gera betur næst.
Við Rúnar þurftum að drífa okkur áður en hlustunin var afstaðin. En ég var meira en sáttur við útkomuna sem ég heyrði. Það kæmi mér ekki á óvart þó Blues Willis leggi Papana varlega á hliðina.
Ég tek nú bara svona til orða...
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Siggi Lee Lewis
Jukebox
Bloggvinir
-
aloevera
-
atlifannar
-
hergeirsson
-
asdisran
-
gattin
-
binnag
-
brandarar
-
valgeir
-
gudbjornj
-
gudnim
-
gullilitli
-
gustaf
-
plotubudin
-
skinkuorgel
-
heida
-
drum
-
ingvarvalgeirs
-
irma
-
jakobsmagg
-
jea
-
jevbmaack
-
jensgud
-
presley
-
johanneshlatur
-
kiddirokk
-
markusth
-
omarragnarsson
-
palmig
-
robertb
-
runarf
-
siggith
-
stormsker
-
th
-
veraknuts
-
steinibriem
-
metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar