Færsluflokkur: Tónlist
25.7.2008 | 21:05
Rosco Gordon
Ég má til með að henda inn einu lagi inn í spilarann minn til að leyfa ykkur að heyra. Maðurinn er Rosco Gordon og er einn af "sun" köttunum. Ég hef ég hlustað á meistarann frá því ég var um í kringum 12-13 ára og er hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Lagið Shoobie Oobie er það fyrsta sem ég heyrði með Gordon og hefi ég stúdderað hann síðan. Ég mun án efa skrifa "fræðslufærslu" um Gordon seinna.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2008 | 18:05
Sonny Burgess
Sonny Burgess fæddist á sveitabýli í Arkansas árið 1931. Snemma á sjötta áratug síðustu aldar stofnaði Burgess ásamt Kern Kennedy, Johnny Ray Hubbard, og Gerald Jackson boogie woogie band sem þeir nefndu Rocky Road Ramblers.
Sonny og félagar heyrði eins og margir aðrir á þeim tíma, að maður að nafni Sam Phillips var með hljóðupptökuver í Memphis Tennessee og hljóðritaði og gæfi út plötur, hljómuðu þær vel. Það var svo árið 1956 sem Sonny gaf svo út plötuna "We Wanna Boogie" þá undir nafninu Sonny Burgess & the Pacers, sem mér skilst reyndar að hafi verið hugmynd Hr. Phillips, og var það fyrsta plata þeirra félaga. Svo það má vel segja að Sonny Burgess sé einn af "Sun köttunum".
Platan sló rækilega í gegn og komu út margar plötur með Burgess og félögum eftir hana.
Hér eru örfá af þeim mörgum lög með Sonny Burgess
We Wanna Boogie
Daddy Blues
Find My Baby For Me
One Night With You
My Babe
Feelin' Good
Don't Be That Way
Itchy
Kiss Goodnight, A
Sweet Misery
Mr. Blues
Oochie Coochie
Thunderbird
Fannie Brown
Always Will
Red-Headed Woman
Sadie's Back in Town
You
Little Town Baby
Tomorrow Night
One Broken Heart
Og þetta er fyrsta lagið sem Sonny & the Pacemakers gáfu út:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.7.2008 | 21:36
Bloggið, ég og Blues willis
Ég er kallaður eins og kannski flest ykkar vita Siggi Lee Lewis. Byrjað var að kalla mig Sigga Lee Lewis upp úr 16 ára aldri sennilega vegna þess að ég spila mikið Boogie Woogie rokk og blues á piano.Á þessu bloggi ætla ég að skrifa um þekkta tónlistarmenn og hljómsveitir, auk þess sem ég hendi inn einstaka færlsum um aðra skemmtilega hluti.
Ég er í magnaðri 7 manna hljómsveit sem heitir Blues Willis, sem samanstendur af mér og 6 fleirum. Við spilum aðalega Contry en þó er allt opið. í hljómsveitinni er m.a Piano, Trommur, Bassi, Gítarar, Banjo og flreiri skemmtileg tónfæri. Fyrsta platan okkar, Hang Em High kemur vonandi út von bráðar, en á henni eru 14 vel samin og flutt lög sem öll eru frumsamin sem og textar. Á æfingum er mikið trallað og tjúttað, drukkið, slegist og drepist.
Hvað um það. Á þessari bloggsíðu ætla ég mér að skrifa um tónlist sem ekki er mikið skrifað um á öðrum miðlum. Það er tónlist allt frá 1930 og upp til 1965. Þá er ég að meina tónlist eins og Contry, Rockabilly, Shuffle, Blues og fleira skemmtilegt.
Ég vona að þið munuð hafa gaman af þessari frumraun minni í bloggheima.
Takk fyrir. Siggi Lee Lewis.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Siggi Lee Lewis
Jukebox
Bloggvinir
-
aloevera
-
atlifannar
-
hergeirsson
-
asdisran
-
gattin
-
binnag
-
brandarar
-
valgeir
-
gudbjornj
-
gudnim
-
gullilitli
-
gustaf
-
plotubudin
-
skinkuorgel
-
heida
-
drum
-
ingvarvalgeirs
-
irma
-
jakobsmagg
-
jea
-
jevbmaack
-
jensgud
-
presley
-
johanneshlatur
-
kiddirokk
-
markusth
-
omarragnarsson
-
palmig
-
robertb
-
runarf
-
siggith
-
stormsker
-
th
-
veraknuts
-
steinibriem
-
metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar