Bo Diddley

Ég biðst afsökunar á að hafa ekki skrifað neinar færslur undanfarna daga. Ég hef verið á Hawaii, njóta lífsins, drekkandi Cocos martini og reykjandi vindla á ströndinni. En aftur er ég kominn. 

bodiddley

Tónlist (og bílar reyndar) eru hlutir sem ekki batna með tímanum að mínu mati. Sjálfur hef ég frekar áhuga á að renna niður laugarveginn í Chevrolet 56 með Buddy Holly í botni heldur en að slefa þetta á B.M.W (Bilar Meira en Venjulega) með Benz Club í hátölurunum eða Páli Óskarssyni Hvað um það.

chevy56

Bo Diddley var og er einn, af þessum risum í rokkinu. Maðurinn var snillingur. Hann náði að skapa sinn eigin hljóm, sem hvítir fávitar vildu endilega flokka undir svokallað "Jungle boogie" eða frumskógar rokk, vegna þess að Diddley var svartur, og var Diddley oftar en ekki kallaður á þessum tíma "The Jungle Beast" af fáfróðum hvítum kynþáttahöturum og ösnum, sem sjálfir höfðu barist við nasista í seinni heimstyrjöldinni.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Bo Diddley fæddist í Missisippi árið 2008 og lést árið 1928. Hann var semsagt "framúrstefnumaður". Ég ætla ekki að fara að tíunda hér ævi Bo Diddley, það hafa aðrir betri skrifarar gert. En Bo var mjög sérstakur að því leyti að hann kom með nýtt "Beat" inn í rokkið. Allt svo nýjan takt. Lagið "Bo Diddley"  einkennist einmitt af þeim takti. Ég veit ekki hvernig á að lýsa honum. Einhverskonar harður taktur, ekki endilega hraður heldur svokallað "Jungle Beat" eins og menn vildu kalla hann. Ég læt fylgja með þessari færslu, 2 video með Bo Diddley, svo þið sem ekki þekkið Bo, getið áttað ykkur á hvað ég er að meina.

Segið svo að ekkert hafi verið fyrir Jimi Hendix!

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fæddist 2008 og lést 1928 ? Ættir nú að laga þetta sem stendur í færslunni.........en samt takk fyrir þetta,skemmtilegir pistlar frá þér alltaf.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ne hann var á undan sinni samtíð...

Siggi Lee Lewis, 6.9.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Einn vinsælasti pöbbinn hérna í St. Cloud heitir Bo Diddley´s Pub & Deli - live music um helgar og fínerí.  Eitthvað fyrir þig.

http://www.10best.com/St._Cloud,MN/Nightlife/Best_Nightlife/Bo_Diddley%27s_Pub_&_Deli_St._Cloud_MN_BID_66050/

Róbert Björnsson, 6.9.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Jens Guð

  Bo hefur haft gífurlega mikil áhrif á rokksöguna.  Buddy Holly,  Rolling Stones og ótal aðrir "krákuðu" lög hans og stældu gítarhrynjandann sem hann var svo frægur fyrir.  Líka Maggi Eiríks og KK.  Bara svo örfá dæmi séu nefnd.  Ég þekkti plötur hans ekki fyrr en þú fórst að dúkka upp með þær.  Bo var og er frábær og miklu merkilegri en örfá vinsæl lög með honum gefa til kynna.

Jens Guð, 9.9.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband