Færsluflokkur: Tónlist

Steingrímur á Silfrastöðum

hestur_874519.jpg

Eitt sinn á efstu árum sínum fór Steingrímur á Sauðárkrók eftir sláturtíð, þá löngu orðin blindur. Tíð var ágæt. Við vorum fjögur með Steingrími að telja, sem urðu samferða Steingrími úr kaupstaðnum. Síðast komum við til Jónasar læknis, sem þá var ekki kominn í náttúrulækninguna, og drukkum þar kaffi og vel út í. Var töluverð sletta komin í Grím er við fórum. Hann reið gráum hesti, stólpa grip. Um leið og hann var kominn á bak slær hann í hestinn, sem til allrar hamingju snýr í suður, svo hann tók sprettinn fram allan veg, og er skemmst frá því að segja að við náðum Steingrími ekki fyrr en fram undan Gili. Var þá stansað og heimtaði Steingrímur þegar brennivín. Hvað hann okkur mestu drullusokka og lumpna æði að halda í þetta við sig og vera að drekka sjálfir, sem hann fullyrti. Gerðist hann töluvert ölvaður, en sat þó Grána prýðilega.

Tekið úr gömlum annáli.


Black Ingvars!

Black Ingvars er sænsk stórgóð metal hljómsveit. Veit ekki svo mikið um hana eins og stendur. Færeysk vinkona mín sendi mér þessi lög. Ég læt þau flakka með. Ég blogga um bandið um leið og ég veit meira um það.


Rock n Roll VS Pop

michael_jackson.jpg

Margir jagast á um hvort sé betra og skemmtilegra. Popp eða rokk. Sumir halda þvi jafnvel fram að um sömu tónlist sé að ræða. Sjálfskipaður poppkúngurinn Michael Jackson er nú látinn langt fyrir aldur fram. Flestir syrgja hann. Þó ekki ég. Jackson má þó eiga að hann keppti við látinn tónlistarmann í plötusölu. Sjálfan Elvis Presley. Jackson á mest seldu plötu í heiminum. Thriller, og einhverra hluta vegna man ég ekki hvernig lagið hljómar. Ég heyri alltaf Goastburster lagið í huga mér þegar ég heyri nafnið Thriller. Hvað um það.

Það er ekki mitt að dæma hvort Jackson hafi verið góður. Tölur skera út um það. Fjöldinn ræður. Rokkið byrjaði í Bandaríkjunum 1951 þegar Ike Turner söng Rocket 88 inn á plast hjá Sam Phillips í Sun Records í Memphis Tennessee. Rokkið sprakk svo út 1956. Elvis var orðinn alheimsþekktur rétt eins og Fats Domino. Chuck Berry var þekktur um öll Bandaríkin en átti nokkrar vikur í að verða heimsfrægur. Little Ridchard fanns mörgum bara vera skrýtin öskrandi náungi, en náði þó árangri fljótt og snemma. Jerry Lee Lewis var elskaður af fólki á aldrinum 10-20 ára. Viltur skæruliði sem hafði ekkert markmið.

serman_vs_elvis.jpg

Rokkið í dag er hálgerð yfirsjón yfir rokkið þegar það byrjaði. Nema eitt. Menn einblína á það að vera sem svalastir. Sólgleraugu og íþróttagallar eru inn í dag. Sem er allt í lagi. Menn reyna að vera sem frumlegastir í tónlist sem er fagnaðarefni. Aftur á móti fatta ég ekki hvers vegna ekki nokkur einasta hljómsveit höfðar til mín. Utan Lay Low. Og hún er ekki einu sinni hljómsveit.

Langi Seli og Skuggarnir eru frábærir, en vantar allt piano. Ég ætla ekki að fara að nefna allar hljómsvetir hérna á blogginu sem ég fíla ekki enda væri það ævisaga, en einhverja hluta vegna ná þessar hljómsveitir ekki til mín.

 


Bloodshot Bill

 Er kominn aftur að blogga um lítt þekkta tónlist. Hef haldið mig meira og minna fjarri frá bloggi síðan Obama vann kosningarnar enda hélt ég að þriðja heimstyrjöldin væri að fara að skella á.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

bloodshot_bill_cover.jpg

Bloodshot Bill er án efa einn sá allra öflugasti tónlistarmaður í dag að mínu mati í Rockabilly tónlist. Bannaður að ferðast til USA.

bloodshot_bill2.jpg

Bloodshot Bill er Canadamaður. Ættaður frá Canada í Canada í Norður Ameríku. Bill er mestmegnis þekktur fyrir eins mans tríó eða "One man band." Hann spilar á trommur, gítar og jafnvel munnhörpu ef honum þóknast. Það er greinilegt að Bloodshot Bill vilji láta líkja sér svolítið við Presley. Það þarf ekki nema að líta á plötu coverin hans til að sjá það beina leið.

Bill er einnig sá náungi sem nær "Original feeling" í gamla rockabilly eins og það virkilega var 1955-58. Það má vel heyra á myndböndunum sem hér fylgja.

 

bloodshot_bill3.jpg

Bloodshot Bill hefur spilað ansi víða miðað við marga. USA, Evrópu, Canada og Mexico. Bill spilar eingöngu rockabilly ásamt dálítið af pönkabilly. Hann spilar aðalega einn, en er þó með hljómsveit á sínum snærum. Þar sem þessi náungi er enn frekar óþekktur, veit ég ekki svo mikið um hann, og ætla að láta þessa færslu um Bloodshot Bill duga í bili. En læt nokkur myndbönd slæðast með.


Bloodshot Bill!

 56_chevy_wheelbacup_826734.jpg

Ég vill vekja athygli ykkar á, þar sem ég hef ekki skrifað blogg færslu í næstum þrjú og hálft ár, að núna fljótlega, kemur skemmtilegur og góður fróðleikur um tónlistarmann er nefnist Bloodshot Bill!

Hérna er smá upprifjun folks! http://www.siggileelewis.blog.is/blog/siggileelewis/entry/759900/


1 Apríl!!

Alveg hreint makalaust hvað fjölmiðlar geta búið til mikla vitleysu 1 Apríl. Annars var þetta góð tilraun.

RÚV var með þá lygi að hestar Davíðs Oddsonar væru seldir á uppboði.....reyni aðrir betur!

 feit_kelling.jpg

slu_urkellingar_822312.jpg


mbl.is Karlar slúðra meira en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurspeglar húmor Rússa!

Rússar gera grín að Clinton (Frétt á mbl.is)

Rússneskir fjölmiðlar gera nú óspart grín af Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna stafsetningarvillu á táknrænni gjöf sem hún gaf rússneska utanríkisráðherranum Sergej Lavrov á fundi þeirra í Genf í gærkvöldi.

Clinton ætlaði að afhenda Lavrov hnapp með áletruninni „endurstilla“ til að leggja áherslu á að stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta vildi „nýtt upphaf“ í samskiptunum við Rússland.

Á hnappinum átti að standa „perezagruzka“, eða „endurstilla“, en þess í stað var þar orðið „peregruzka“, sem þýðir „ofhlaða“.

Rússneskum fjölmiðlum þótti það ekki góðs viti að bandaríski utanríkisráðherrann vildi „ofhlaða“ samskiptin við Rússa.

Rússneska dagblaðið Kommersant birti mynd af rauðum hnappi á forsíðunni með fyrirsögninni: „Sergej Lavrov og Hillary Clinton ýttu á vitalausan hnapp.“

 ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Aumingja rússar. Að þurf að vera með kommrad Putin sem leiðtoga. Maður gæti sagt Putin fimm aura brandara og hann skellti upp úr! Ég veit það með vissu að rússar skammast sín fyrir stjórn sína. Hef það af afspurn við örfáa rússa sjálfa. Bæði sjómenn og verktaka. En þeir fá engu ráðið. Segja að rússnenska þjóðin sé allt annað en sátt við Putin. Þegar ég spyr þá út í skoðanarkannanir benda þeir á að Putin er annar Stalin. Það sé ekkert að marka kannanir. Þeir séu fangar í eigin landi.

putin_gu_807149.jpg

Mér er sosem nokkuð sama sjálfum, en hef smávegis samúð með fólkinu. Rússland mun seint breytast. Landið er að breytast mjög hratt í kommúnistaríki aftur. Er eiginlega orðið það nú þegar!


BARA flott lag!

Link Wray 1963.


Ótrúlega skemmtilegt viðtal við Buddy Holly!

buddy_holly.jpg

Buddy Holly er eins og sennilega allir vita, einn af frumkvöðlum rokksins í Bandaríkjunum og væntanlega þá um gjörvallan heim! Hann hét fullu nafni Charles Hardin Holley og fæddist 7 September árið 1936 í smábæ sem heitir Lubbock, Texas. Ungur að aldri lærði Buddy að spila á piano, gítar og fiðlu, enda fjölskylda hans tónelsk fjöldskylda.

Snemma árs 1955 sá Buddy Holly ungan og óþekktan strák að nafni Elvis Presley, koma fram í Lubbock á balli. Þar með virðist eins og teningunum hafi verið kastað.  Í Oktober sama ár ákvað Buddy Holly að halda tónleika á sama stað og Elvis. Þar með var snjóboltinn farinn að rúlla og stækkaði mjög hratt.

Buddy Holly, með hljómsveit sinni The Crickets, sló rækilega í gegn með lögum eins og That will be the day, Rave on, Oh Boy og miklu fleiri lögum. Frægasti smellurinn var þó lagið Peggy Sue. Róleg melodýa með ögrandi trommuslætti og rokkaðri röddu. Lagið hljóp beint í fyrsta sæti á bandaríska billboard listanum í Júní 1957. Peggy Sue hefur oft verið kennt við andlit rokktímabilsins í Bandaríkjunum, eins og t.d í Bíómyndum, Auglýsingum, samkomum og allsonar tónleikum og fleiru.

Þegar Buddy Holly lést, var hann um borð í lítilli Beechcraft Bonanza, einshreyfils flugvél, með ekki minni mönnum um borð en þeim Ritchie Valent og The Big Bopper. Félagarnir voru á hljómleikaferðalagi og höfðu vikum saman ferðast um í rútu með ónýta miðstöð og var Buddy og félagar orðnir ansi leiðir á kuldanum og ömurlegheitunum á milli tónleika. "Engin svefn, engin friður"sagði Buddy í viðtali á milli atriða í þessu ótrúlega ferðalagi. Þegar félagarnir höfðu lokið af hljómleikum í Clear Lake, Iowa var bæsti áfangarstaður Fargo í North Dakota. Buddy Holly ákvað að leiga flugvél til að komast á milli enda orðin þreyttur og leiður á rútunni góðu.

Vélin tók á loft seint um kvöldið í léttri snjókomu en miklum vind, en brotlendi stuttu síðar. Lík Buddy Hollys og Ritchie Valents voru svo illa útleikin að þeir voru óþekkjanlegir. Þetta var 2 Febrúar, 1959 klukkan 01:00. "The day the music died". Ég er ansi hræddur um að Buddy Holly hafi þar með fengið sinn langþráða "svefn og frið" sem hann hafði svo óþreyjufullur beðið eftir í marga daga.

Að lokum vil ég koma einni lítilli skoðun á framfæri. Á sjötta áratugnum voru melódíur og popptónlist oft mjög afgerandi í hljómfalli. Svona 50's tónlist. Oft blandað blues, contry og gospel. Buddy Holly hins vegar, var farinn að syngja og semja lög sem voru í takt við tónlist og hljómaganga 10-15 árum síðar. Hér fyrir neðan er gott dæmi um það. Hérna er Buddy Holly að leika sér í studioi að laginu Mona eftir Bo Diddley. Upptakan er frá árinu 1957 en mér finnst gítarspil ekki vera nálægt í takt við sjötta áratuginn. Sérstaklega fyrstu gítarhlómarnir sem heyrast, gætu verið töff gítar riff fyrir þungarokkslag. En svona var Buddy Holly 1957.

 

Hér er svo frábært viðtal við Buddy Holly Sem Freeman Hover tók árið 1957:

 

 


Tónlistarsmekkurinn Jerry Lee.

Ég byrjaði fyrst að hlusta Jerry Lee eftir að ég hætti að hlusta á vögguvísur. sem voru í tísku um það leyti sem ég fæddist. Tónlistin sem pabbi minn kynnti fyrir mér er sú tónlist sem ég elska hvað mest og hlusta hvað mest á, en það er til meira en það, og meira að segja gjemli pabbi viðurkennir það.

elvis_presley_789142.jpg

Sú tónlist sem ég fíla hvað mest persónulega er hin svokölluð "rót" af rokki. Þ.a Jerry Lee Lewis, Carl Perkins, Chuck Berry, Roy Orbinson, Little Richard, Elvis, Fats Domino, Buddy Holly og endalaust fleiri. Pabbi minn á heiðurinn af því að ég skuli hafa farið að hlusta á þessa tónlist. 

Eftir að ég var "kominn yfir" að hafa stolist í vinylöplöturnar hans, fór ég að upphvöta ýmislegt varðandi tónlist. T.D var nýleg furðuleg tónlist sem ég fattaði ekki þótt ég reyndi mikið að skilja, sem var tónlistin RAPP.

 

Systir mín bjó í næsta herbergi við mig og ég viðurkenni það nú, að ég stalst í geisladiskasafnið hennar oftar en 3000 sinnum!. Það voru ekki margir diskar á þeim tíma. Eitthvað með Stjórninni, annar sem hét "Reif í Tætlur", "Bjarni Ara", "Gullöldin með Bjögga Halldórs", en svo var einn diskur sem ég var sérstaklega hrifinn af. Ég man ekki hvað hann hét eða heitir (Gott ef hann heitir ekki "Golden Era"), en hann var með mörgum lögum sem pabbi átti á vinyl, nema hvað það var miklu skýrara sánd. "Whole lott a shaking going on" var eins og væri hljóðritað í herberginu! Þannig að þar fór ég að kaupa mér sjálfur diska. Sérstaklega diska með Jerry Lee Lewis, sem ég hélt hvað mest upp á. Ég var með piano inn í herberginu hjá mér þannig að ég gat reynt að herma eins og ég gat eftir honum.

jerry-lee-lewis_789168.jpg

jerry_lee.jpg

Þegar ég fór að vinna fyrir sjálfum mér upphvötaði ég það að ég gat keypt mér það sem ég vildi. Þannig að öll mín laun fóru í plötur. Seinna meir í bíla, áfengi og kvennafar, aðalega áfengi og benzin þó.

 buick_789148.jpg

Þegar ég fór sjálfur að kaupa diska með Berry, Presley og Lewis fór ég að spá í upprunan. Hvaðan þetta kæmi allt saman. Ég gróf þetta upp í plötubúðum (Trúið mér þá var netið ekki komið á þetta stig sem það er nú) og ég man sérstaklega eftir einni plötu kompu sem ég reyndar man ekki hvað heitir, en veit hvar hún er. Þar fann ég plötu með Boogie Woogie piano spilara sem hét Albert Ammon. Og þar byrjaði þetta allt saman. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband