Mávar étnir í Færeyjum

Ég vil byrja á að óska öllum lesendum þessa bloggs gleðilegra jóla. Kvöldið hefur verið frábært hjá mér og ég hef þegar búinn að éta 4 sinnum yfir mig.

frett-geirolafs

Við erum núna að slaka á og fá okkur rettu og spjalla saman. Mér datt í hug að skjótast í tölvuna ig athuga hvað væri að gerast í netheimum þessa stundina. Skiljanlega er rólegt yfir bæði bloggurum og fréttamiðlum svo ég ákvað að bjóta aðeins upp jóla ísinn og smella inn einhverju bulli hérna á bloggið.

peningar

Mér datt í hug að segja ykkur frá skemmtilegu og nýlegu jólalagi með Geir Ólafssyni, þeim frábæra skemmtikrafti, sem reyndar er einn af örfáum sem þora virkilega að koma fram með öðruvísi tónlist. Hann syngur einni listavel og er frábær tónlistarmaður. Lagið sem um er talað heitir Jólamávurinn kemur í kvöld. Og fjallar um Jólamáv. Sem kemur í kvöld. Það er að segja kvöldið sem lagið er spilað. Það er ekkert sérstakt kvöld, heldur má maður bara ráða því hvaða kvöld það er.

Mávur

Bandaríkjamenn hafa þann sið að borða risastóran jólakalkún (Christmas Turkey) með öllu á þakkargjörðardaginn annars vega og margir á aðfangadagskvöld hins vegar. Íslendingar hafa m.a þann undarlega sið að borða jólarjúpur sem eru svo litlar að hver og einn þarf að minnsta kosti 18-22 stykki á kjaft. Og hef ég heyrt að stykkið kostar allt upp í 90.000kr, en íslendingar hafa aldrey verið þekktir fyrir að spara yfirdráttinn sinn.

Kalkúnn

Færeyjingar borða máva. Jólamáva.

Grillaður múkki 

Geir Ólafsson var svo yndislegur að gefa Færeyjingum veglega jólagjöf í ár fyrir 6.000.000.000kr lán sem þeir lánuðu okkur. Þetta var ekki jólagjöf af verri endanum, heldur Amerískur jólaslagari, sunginn á norsku og aðeins fyrir færeyjinga. Færeyjingurinn Elis Poulsen hefur upp á síðkastið verið að æfa sig í norsku, því hann fór núna rétt fyrir jól að veiða máva í Noregi, þar sem mávar eru tíðséðari í Noregi heldur en Færeyjum. Hann fékk þá snjöllu hugmynd að semja lag, á norsku og það jólalag, fyrst jólin væru að nálgast. Geir, sem þá var staddur í Vestmannaeyjum, heyrði af hinum nýja jólatexta Erics og setti sig í beint talstöðvarsamband við kauða og úr varð að Geir söng lagið inn á plötu og gaf Færeyjingum. Er til betri jólagjöf??

Hugsið ykkur. Kannski breskt jólalag, sungið á sænsku, um íslensku jólarjúpuna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: aloevera

  Hún er skemmtilega ljósmyndin af Geir þarna þegar hann var að fleygja sér til sunds á dansgólfinu og ætlaði að taka 200 metra sundsprett.  En það fór nú eins og það fór.  Það er hægara sagt en gert að synda á timburgólfi.

aloevera, 25.12.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Góður Færeyskur vinur minn tjáði mér að Geir væri nú ekki í þeirri stellingu sem menn fara í þegar þeir "fleygja sér". Og það sem meira er sér erfitt að synda á timburgólfi, en ennþá erfiðara sé að syndga, á timburgólfi. Svo mér dettur í hug að Geir sé að hrasa á því augnabliki sem myndin var tekin. En bestu menn hrasa.

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Siggi minn, og takk kærlega fyrir góða jólakveðju.

Síðasti geirfuglinn er sem sagt ekki ekki dauður. Hann er því sex milljarða króna virði og Fjáreyingar búnir að fjárfesta í honum. Orðnir leiðir á rollunum.

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 01:09

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Sæll vertu Steini minn, takk fyrir innlit og gleðileg jól enn og aftur.

Já ég held að það hefði varla neinu máli skipt þótt Færeyjingar hefðu ekki lánað okkur sex milljarða. Sennilega hefði Mávalagið hans Geirs rakað inn álíka miklum gjaldeyri inn í landið okkar.

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 02:02

5 Smámynd: Jens Guð

  Jólamávurinn er borðaður með fiðri og öllu saman.  Það er að segja með rúgbrauði.  Fiðrið er skilgreint sem trefjafæði.  Hreinsar garnirnar.

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 02:08

6 Smámynd: Jens Guð

  Það sparar kaup á trefjatöflum.

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 02:09

7 Smámynd: Jens Guð

  Ekkert bruðl,  eins og Bónus auglýsir í Færeyjum.

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 02:11

8 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Já þetta virðist vera snilldarfæði. Verð að smakka máv! Sennilega er máv-ælan búin að leka út í kjötið og sýra það, sem gerir það væntanlega meyrt og gott!

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 02:22

9 identicon

Sæll Siggi.

Jóla...hvað...mávur með öllu gummsinu,jæja. Ég prufa þetta á morgunn !

Jólakveðja til þín Siggi minn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 17:23

10 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Sæll og blessaður Þórarinn og takk fyrir innlitið. Jólakveðja right back at you!

Siggi Lee Lewis, 25.12.2008 kl. 17:53

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er mögnuð færsla hjá þér nafini.  Kannski við ættum að prufa máva?

Sigurður Þórðarson, 25.12.2008 kl. 23:06

12 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Blessaður nafni og takk fyrir innlitið. Ég held að það megi alveg elda þetta. Það hlýtur að vera hægt að kyngja þessu eins og skötu. Hljóma nú girnilega mávavængirnir....

Siggi Lee Lewis, 26.12.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 23436

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband