Captein Beefheart

Captein Beefheart er einn mesti snillingur okkar tíma að mínu og hans mati. Honum finnst skemmtilegra að gera sína tónlist heima í hjólhýsinu sínu heima í Nevada, og mála málverkin sín heldur en að búa að ríkborgarabrag í California. Beefheart er búinn að vera að síðan 64-5 og er enn í dag ´5 gír. Gaman er að segja frá því að Beefheart er æskuvinur Frank Zappa. Ég læt hér fylgja tvö video af meistaranum, annað með myndandbandi við Ice Creams for Crow og hitt er þegar hann mætti blindölvaður í vitðal í beinni útsendingu hjá Davíð Leðurmanni.

Captain Beefheart í joðinu sínu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Beefhart er bara snillingur. Hann hefur líka gengið undir nafninu "Raven".

sandkassi (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 17:05

2 Smámynd: Jens Guð

  Það er dálítið merkilegt að Captain Beefheart segir málverkin sín gefa af sér mun hærri tekjur en músíkin.  Samt hafa plötur hans selst þokkalega og hann ætti að vera með ágætar höfundarréttargreiðslur.  Kallinn þykir reyndar vera sérlundaður í meira lagi.  Á tímabili talaði hann illa um Zappa.  Sakaði hann um að hafa "selt sig",  það er að segja slakað á listrænum metnaði og farið að eltast við vinsældalista og plötusölu. 

Jens Guð, 23.8.2008 kl. 22:15

3 identicon

já Jens, ég held hann hafi alltaf verið kolgalinn. En þessi Raven plata sem ég hlustaði mikið á fyrir kannski 20 árum var með merkingu sem ég hef aldrei séð hvorki fyrr né síðar á plötu.

eitthvað á þessa leið;

"unauthorized reproduction and distribution allowed".  En hve mikið hann hafði þennan hátt á veit ég ekki.  

sandkassi (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Tek reyndar undir með Beefhert í sambandi við Zappa. Zappa lagði á tímabili allan kraft í frægð og sölu á sér.....

Siggi Lee Lewis, 24.8.2008 kl. 00:57

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég hlustaði mest á Captain Beefheart fyrir fjórum áratugum.  En ég tek ekki að öllu leyti undir gagnrýni hans á Zappa.  Kannski vegna þess að ég fylgdist mun betur með Zappa.  Ég hafði/hef töluvert dálæti á Zappa og umber hans vinsældalistalög og söluháar plötur.

  Framan af ferli hæddist Zappa af vinsældabrölti.  Þegar Bítlarnir sendu frá sér tímamótaverki "Sgt. Peppers..." 1967 sendi Zappa frá sér plötu með samskonar umslagi.  Hún hét "I´m only in it for the Money". 

  Ég held að vinsældalistalög Zappa hafi verið hluti af húmor hans frekar en eltingarleikur við vinsældalista.  Inn á milli sendi hann frá sér mjög þungmelt "insturmental" symfónísk verk.  En hann sendi líka frá sér léttmeti.  Og gerði grín að öllu saman og skellihló.

  Þegar ég lærði markaðsfræði á áttunda áratugnum var auglýsing frá Zappa tekin fyrir sem fyrsta "anti-auglýsingin" og krufin til mergjar.  Platan hét "In N.Y." eða eitthvað álíka.  Heilsíðu auglýsing með tveimur gömlum körlum á bifreiðaverkstæði sem sögðu:  "Við höfum hlustað á  FZ in N.Y.  en hún hafði engin áhrif á okkur.  Báðir karlarnir voru þó með Zappa skegg (yfirvararskegg og hökutopp).

  Zappa sendi frá sér plötu sem hét Sheik Yerbouti.  Þar söng hann um graða gyðingastelpu (horny little jewis prinsess).  Samtök gyðinga í Bandaríkjunum sendu frá sér yfirlýsingu með hvatningu um að platan yrði sniðgengin af útvarpsstöðvum og plötubúðum.  Platan varð söluhæsta plata Zappa til þessa.  Þá keypti hann heilsíðu auglýsingar í helstu dagblöðum Bandaríkjanna og þakkaði gyðingum fyrir viðbrögðin.  Jafnframt sagðist hann ætla á næstu plötu að níða niður kaþólikka og óskaði eftir sömu viðbrögðum.  Sem hann og gerði en kaþólikkar sýndu engin viðbrögð. 

Jens Guð, 24.8.2008 kl. 02:19

6 identicon

Nei ég tek ekki heldur undir gagnrýni hans á Zappa. Líklega hafa einhverjar persónulegar ástæður legið að baki. Frank Zappa var náttúrulega einn af merkilegustu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Hann eyddi alltaf öllu sínu fé í að gera næsta verk og verkin urðu sífellt dýrari.

Það má vel vera að Beefhart hafi ekki fundist hann ríða nógu feitum hesti frá samstarfi sínu við Zappa, hver veit

Skemtileg lesning Jens!

sandkassi (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 23598

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband