Færsluflokkur: Matur og drykkur

Mávar étnir í Færeyjum

Ég vil byrja á að óska öllum lesendum þessa bloggs gleðilegra jóla. Kvöldið hefur verið frábært hjá mér og ég hef þegar búinn að éta 4 sinnum yfir mig.

frett-geirolafs

Við erum núna að slaka á og fá okkur rettu og spjalla saman. Mér datt í hug að skjótast í tölvuna ig athuga hvað væri að gerast í netheimum þessa stundina. Skiljanlega er rólegt yfir bæði bloggurum og fréttamiðlum svo ég ákvað að bjóta aðeins upp jóla ísinn og smella inn einhverju bulli hérna á bloggið.

peningar

Mér datt í hug að segja ykkur frá skemmtilegu og nýlegu jólalagi með Geir Ólafssyni, þeim frábæra skemmtikrafti, sem reyndar er einn af örfáum sem þora virkilega að koma fram með öðruvísi tónlist. Hann syngur einni listavel og er frábær tónlistarmaður. Lagið sem um er talað heitir Jólamávurinn kemur í kvöld. Og fjallar um Jólamáv. Sem kemur í kvöld. Það er að segja kvöldið sem lagið er spilað. Það er ekkert sérstakt kvöld, heldur má maður bara ráða því hvaða kvöld það er.

Mávur

Bandaríkjamenn hafa þann sið að borða risastóran jólakalkún (Christmas Turkey) með öllu á þakkargjörðardaginn annars vega og margir á aðfangadagskvöld hins vegar. Íslendingar hafa m.a þann undarlega sið að borða jólarjúpur sem eru svo litlar að hver og einn þarf að minnsta kosti 18-22 stykki á kjaft. Og hef ég heyrt að stykkið kostar allt upp í 90.000kr, en íslendingar hafa aldrey verið þekktir fyrir að spara yfirdráttinn sinn.

Kalkúnn

Færeyjingar borða máva. Jólamáva.

Grillaður múkki 

Geir Ólafsson var svo yndislegur að gefa Færeyjingum veglega jólagjöf í ár fyrir 6.000.000.000kr lán sem þeir lánuðu okkur. Þetta var ekki jólagjöf af verri endanum, heldur Amerískur jólaslagari, sunginn á norsku og aðeins fyrir færeyjinga. Færeyjingurinn Elis Poulsen hefur upp á síðkastið verið að æfa sig í norsku, því hann fór núna rétt fyrir jól að veiða máva í Noregi, þar sem mávar eru tíðséðari í Noregi heldur en Færeyjum. Hann fékk þá snjöllu hugmynd að semja lag, á norsku og það jólalag, fyrst jólin væru að nálgast. Geir, sem þá var staddur í Vestmannaeyjum, heyrði af hinum nýja jólatexta Erics og setti sig í beint talstöðvarsamband við kauða og úr varð að Geir söng lagið inn á plötu og gaf Færeyjingum. Er til betri jólagjöf??

Hugsið ykkur. Kannski breskt jólalag, sungið á sænsku, um íslensku jólarjúpuna!


Tími kvefs og jólabaksturs

Í Kvöld er kallinn veikur. Allt svo ég er með væga hálsbólgu en mikið kvef. Held það sé betra að halda sig inni þegar maður fær hálsbólgu. Annars eykst hún og maður neyðist til að liggja undir sæng.

cold.jpg

Kvef hefir aldrey aftrað mér. Kvef er besta leið líkamans til að losa sig við bakteríur og sýkla. Ég hef reyndar verið mikill pestagemlingur undanfarið. Er búinn að fá helling af leiðindum undanfarið ár, og er það ekki líkt mér. En þegar hálsbólga og niðurskítingur blandast við, kýs ég að halda mig innandyra.

Ég bý í pínu lítitli íbúð. Aðeins 30fm. En það er hægt að finna sér margt að gera. Pabbi lánaði mér 3 bækur núna í fyrradag. Allt flugævisögur. Ég les alltaf áður en ég fer að sofa. En þegar ég er ekki að lesa, þá horfi ég á sjónvarpið. Það er samt ekki alltaf efni sem hentar mér í sjónvarpinu. Og þegar ég skrifa hér á blogginu, blogga ég oftast um eitthvað sem er að gerast.sigga_kokur.jpg

Í kvöld er ég að baka. Uppskriftin er Sigga kökur. Ég prófaði að baka Siggakökur síðustu helgi, en það fór í andskota. Þessar heppnast miklu betur. Verst að maður finnur ekki lyktina.....

En ég er í jólaskapi...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Siggakökur

Siggakökur

1/2 bolli smjörlíki
6 msk sykur
6 msk púðursykur
1 egg
1 1/4 bolli hveiti
1/2 tsk natron
1/2 tsk salt
1/2 bolli saxaðar hnetur(má sleppa)
1/2 bolli saxað súkkulaði(100 gr)
1/2 tsk vanilla, smá volgt vatn





Hrært deig, sett með teskeið á ofnplötu. Bakað við 180-200 gráður í ca 10 mín

 

Jæja þá er víst komið að jólabakstrinum. Í kvöld er kallinn að baka hinar þekktu og vinsælu Siggakökur, en þær eru nefndar eftir mér. Þær koma djöfull vel út bragðlega séð. Útlítandi kemur þetta frekar flatt út. Ég hrærði systeminu öllu saman og djöflaðist í þessu í 5 min og smelltu deiginu svo á plötu á bökunarpappír. christmas_piano.jpg

Leit djöfull vel út þegar ég setti plötuna inn í ofninn en þegar ég tók hana út, voru 20 smákökur allt í einu orðnar 1 stór kaka. Þær höfðu lekið allar saman einhvernveginn. Smákökurnar heita því skemmtilega og fallega nafni "Siggakökur" og fann ég þær á netinu fyrir nokkrum dögum síðan.

Með kvöldinu kom þetta svo allt saman og hjálpaði mér mín ástkæra systir Linda María og Rakel Ósk dóttir hennar, mér að baka almennilegar jólakökur.

Þegar þetta er skrifað, er ég að bíða eftir einni plötunni í ofninum og á eftir að hnoða eitthvað fram eftir kveldi. Þetta er í fyrsta skipti sem Lewis setur saman kökur, en ég get fullyrt hér, að ekkert jafnast á við jólabakstur, skemmtilega gamla jólatónlist og ískaldan jólabjór.


Das Boot.

das_beer_boot.jpg beer_belly2_695172.jpg

Ég hef löngum viljað vita hvernig "Stígvélið" er afgreitt. Stígvélið, eða Das Boot eins og það er kallað á þýsku, er 2 lítra stígvél úr gleri. Í það er settur bjór og svo keppast menn við að tæma dallinn á sem skemmstum tíma.

risa_bjollari_2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 Ég hefi aldrey litið á þessa limþreytu sem leið til að verða drukkinn á sem skemmstum tíma. Áhrifin eru bara bónus, rétt eins og gullbikar fyrir fimmgang á íslandsmeistaramóti í hestaíþróttum. Ég pantaði mér einu sinni svona Das Boot í gegnum internetið og beið spenntur eftir sendingunni. Mér til sárra vonbrigða var stígvélið ekki 2 lítra bjórglas heldur staup-stígvél. Ég hlóp að tölvunni og fletti pöntuninni upp og sá þá að það stígvél sem ég pantaði var bara stækkuð mynd af staupi.

 Hérna er video af náunga að afgreiða Das Boot. Hann er nokkuð snöggur:


Apar fá vinnu á japönskum veitingastöðum.

monkey-1

 

Japanir hafa löngum verið þekkti fyrir framúrstefnu og nýstárlegheit. Nú þegar kreppan herðir að í Asíu hafa japanskir veitingamenn tekið upp á því að ráða apa í þjónustustörf, enda harla flókið að bera fram veitingar.

Hér er linkur á video sem ég rakst á, video af apa þjóna til borðs á japönsku veitingarhúsi:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/in_depth/7654267.stm 

Sjálfur hef ég hef einu sinni unnið við að þjóna fólki. Svoleiðis vinnu mun ég seint sækja um aftur, enda vil ég frekar að aðrir þjóni mér.  Videoið er samt ekki af mér, heldur japönskum apa.

g855233_cute_monkey

Skúbb/Uppljóstrun ársins!! - Grýla snemma til byggða!

Grýlurnar

 

Óvenju hljótt hefur verið um lokun lögreglunnar á umfangsmikilli eiturlyfjaverslun á Sauðárkróki. Lögreglan á Norð-Vesturlandi hefur aldrei séð annað eins. Eiturlyfjasalan var rekin eins og hver önnur sælgætissjoppa með tilheyrandi afgreiðsluborði, vigt, innkaupapokum, umbúðapappír, reiknivél, sjóðsvél undir skiptimynt og seðla og þess háttar: E-pillur ( sem ég held að standi fyrir "Eigin pillur" einhverra hluta vegna) í einni skúffu, hass í annarri, amfetamín í þeirri 3ju og svo framvegis. Ótrúlega fjölbreytt og gott úrval og ýmsir gæðaflokkar.

Eiturlyfjaverslunin var með fastan verslunartíma frá fimmtudegi til sunnudags. Verslunarrekandinn er tæplega fimmtug athafnakona. Hún segist ekki nota eiturlyf sjálf heldur sé þetta bara hennar vinna, einföld og hreinleg. Hún er með góð sambönd, góða þjónustu og kúnnarnir treysti henni. Hún hefur áður fengið dóm fyrir eiturlyfjasölu en einnig komið víða við á öðrum vettvangi.

Til að mynda sem ein af Grýlunum, kvennarokksveitinni. 


David Hasselhoff

Hasselhoff er frábær náungi. Ágætisleikar og snilldarsöngvari. Ég t.d hlæ aldrey eins mikið eins og þegar ég hlusta á David Hasselhoff syngja. Og hvað á tónlist að gera annað enn að skemmta fólki?

Nýlega birtist fram skemmtilegt video af Hasselhof, borða hamborgara með dóttur sinni. Fólk virðst eitthvað að vera að gagnrýna myndbandið. Ég skil það ekki. Venjulegt fallegt fjölskylduvideo af föður snæða hamborgara með dóttur sinni. Eina ranga við videoið er að mér finnst Hasselhoff heldur betur þurfa á drykk að halda....

Hér er svo eitt af mínum uppáhaldsmyndböndunum mínum frá Davíð:


Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband