Tími kvefs og jólabaksturs

Í Kvöld er kallinn veikur. Allt svo ég er með væga hálsbólgu en mikið kvef. Held það sé betra að halda sig inni þegar maður fær hálsbólgu. Annars eykst hún og maður neyðist til að liggja undir sæng.

cold.jpg

Kvef hefir aldrey aftrað mér. Kvef er besta leið líkamans til að losa sig við bakteríur og sýkla. Ég hef reyndar verið mikill pestagemlingur undanfarið. Er búinn að fá helling af leiðindum undanfarið ár, og er það ekki líkt mér. En þegar hálsbólga og niðurskítingur blandast við, kýs ég að halda mig innandyra.

Ég bý í pínu lítitli íbúð. Aðeins 30fm. En það er hægt að finna sér margt að gera. Pabbi lánaði mér 3 bækur núna í fyrradag. Allt flugævisögur. Ég les alltaf áður en ég fer að sofa. En þegar ég er ekki að lesa, þá horfi ég á sjónvarpið. Það er samt ekki alltaf efni sem hentar mér í sjónvarpinu. Og þegar ég skrifa hér á blogginu, blogga ég oftast um eitthvað sem er að gerast.sigga_kokur.jpg

Í kvöld er ég að baka. Uppskriftin er Sigga kökur. Ég prófaði að baka Siggakökur síðustu helgi, en það fór í andskota. Þessar heppnast miklu betur. Verst að maður finnur ekki lyktina.....

En ég er í jólaskapi...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Assgoti líta kökurnar vel út.  Það jaðrar við að kökuilminn leggi yfir.

Jens Guð, 10.12.2008 kl. 02:55

2 Smámynd: aloevera

Hvernig væri að kíkja á smá fjör á www.aloevera.blog.is?

aloevera, 10.12.2008 kl. 03:02

3 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Guð: Já Þær koma helvíti vel út. Kökulygtin liggur hér yfir suðurhluta Hafnarfjarðar og berst til Keflavíkur og þaðan til Vestmannaeyjar og út á haf.

Vera: Takk fyrir innlitið og þessa skemmtilegu athugasemd. Gaman að sjá þegar fólki finnst gaman að lesa bloggið mitt. Á hinn bóginn hef ég einungis góða reynslu af Aloevera vörum. Algerlega skothelt og virkar í raun betur en framleiðandinn viðurkennir.

Siggi Lee Lewis, 10.12.2008 kl. 15:36

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég vaknaði við þessa líka rosalega jólalegu smákökulykt og var heillengi að þræða mig gegnum hvert aulabloggið' af öðru til að finna út hvaðan þetta kæmi. Sá svo að þetta gekk engan veginn að vera svona fáránlega fjarri á þessum tíma árs og dreif mig í að panta far til djöflaeyjunnar síkátu. Mæti sautjánda. Hvar verður partý?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.12.2008 kl. 08:59

5 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Helga: Já vertu velkomin á djöflaeyjunna. Held reyndar að þau verðo fá partýin þann 17. því 17 kemur upp á Miðvikudegi. En Þann 19 ætti allt að vera morandi í jólapartýjum á klakanum :-)

Siggi Lee Lewis, 11.12.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband