27.7.2008 | 03:04
"Síðasta hlustun" fyrir Blues Willis plötuna (Hang 'em high)
Í kvöld kíkti ég með Rúnari félaga mínum upp í stúdíóið þar sem við í Blues Willis höfum verið að taka upp plötuna okkar. Áætlunin var að taka svokallaða "síðustu hlustun" á plötuna okkar. Það er að segja, þar sem allir meðlimir koma saman og hlusta á alla plötuna frá A-Ö.
Það kom svo skemmtilega á óvart hversu margir voru viðstaddir. Það voru allir meðlimir Blues Willis + fleiri félagar. Sennilega samtals um 14-16 manns. Stemningin var frábær. Allir með bjór í hönd og spjallandi saman á létturm tónum, ásamt því að hlusta á plötuna rúlla. Sumir komu með athugarsemdir um hitt og þetta, og ef fleiri voru sammála, lagaði Maggi upptökustjóri það í hvelli með fíngerðum stillingum á tölvuna.
Ég spila á píano inn á 2 lög á plötunni. Það var virkilega skemmtilegt hvað allir voru sáttir við píano fyllinguna. Það hvetur mann. Hvetur mann helst til að gera betur næst.
Við Rúnar þurftum að drífa okkur áður en hlustunin var afstaðin. En ég var meira en sáttur við útkomuna sem ég heyrði. Það kæmi mér ekki á óvart þó Blues Willis leggi Papana varlega á hliðina.
Ég tek nú bara svona til orða...
Um bloggið
Siggi Lee Lewis
Jukebox
Bloggvinir
- aloevera
- atlifannar
- hergeirsson
- asdisran
- gattin
- binnag
- brandarar
- valgeir
- gudbjornj
- gudnim
- gullilitli
- gustaf
- plotubudin
- skinkuorgel
- heida
- drum
- ingvarvalgeirs
- irma
- jakobsmagg
- jea
- jevbmaack
- jensgud
- presley
- johanneshlatur
- kiddirokk
- markusth
- omarragnarsson
- palmig
- robertb
- runarf
- siggith
- stormsker
- th
- veraknuts
- steinibriem
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Siggi Lee.
Gaman að sjá þig hér á blogginu og fræða okkur hin. Píanóið er ómissandi þegar rokkað er og þú ert góður á píanóið.
Gangi þér sem best.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 04:36
Takk fyrir það Þórarinn. Ég verð endilega að fara að heyra í þér taka dífu á grillið.
Siggi Lee Lewis, 27.7.2008 kl. 04:41
(spila á pianoið) ;-)
Siggi Lee Lewis, 27.7.2008 kl. 04:43
Lítið mál að leggja Papana á hliðina - þeir eru nebblega hættir.
:)
Ingvar Valgeirsson, 27.7.2008 kl. 15:55
Þú þarft að fara að henda inn í tónspilarann lagi með Blús Willis jeppa.
Jens Guð, 27.7.2008 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.