Tími kvefs og jólabaksturs

Í Kvöld er kallinn veikur. Allt svo ég er með væga hálsbólgu en mikið kvef. Held það sé betra að halda sig inni þegar maður fær hálsbólgu. Annars eykst hún og maður neyðist til að liggja undir sæng.

cold.jpg

Kvef hefir aldrey aftrað mér. Kvef er besta leið líkamans til að losa sig við bakteríur og sýkla. Ég hef reyndar verið mikill pestagemlingur undanfarið. Er búinn að fá helling af leiðindum undanfarið ár, og er það ekki líkt mér. En þegar hálsbólga og niðurskítingur blandast við, kýs ég að halda mig innandyra.

Ég bý í pínu lítitli íbúð. Aðeins 30fm. En það er hægt að finna sér margt að gera. Pabbi lánaði mér 3 bækur núna í fyrradag. Allt flugævisögur. Ég les alltaf áður en ég fer að sofa. En þegar ég er ekki að lesa, þá horfi ég á sjónvarpið. Það er samt ekki alltaf efni sem hentar mér í sjónvarpinu. Og þegar ég skrifa hér á blogginu, blogga ég oftast um eitthvað sem er að gerast.sigga_kokur.jpg

Í kvöld er ég að baka. Uppskriftin er Sigga kökur. Ég prófaði að baka Siggakökur síðustu helgi, en það fór í andskota. Þessar heppnast miklu betur. Verst að maður finnur ekki lyktina.....

En ég er í jólaskapi...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Eitt besta trommusóló í veröldinni! - Video

burning_highway_744151.jpgEric Sardinas ER besti núlifandi "slide Guitar leikari" í heimi! Þetta er mitt mat. Eric Sardinas er fæddur í Fort Lauderdale í Flórída árið 1970.  Sardinas (Sarínur) byrjaði að spila á gítar þegar hann var 6 ára. Ég las einhvern tíma um Sardinas að hannn væri grænmetisæta. Borðaði bara gras. Rétt eins og kindur og kýr gera á beit. Hann hélt áfram að borða gras þangað til hann fékk að fá hjartsláttartruflanir og byrjaði að þjást af kvíða og einbeitningarleysi. eric_sardinas_744156.jpg

Læknirinn hans réð honum frá því að halda áfram að borða bara gras í öll mál. Eric fór eftir tilmælum læknis síns, án þess að hafa trú á ráðinu, en læknaðist  eftir að byrja að borða "létt kjöt." Það er að segja, kjúkling, fisk og annað slíkt."Hvort sem það er kjöti eða grasi að þakka, er ég feginn að vera á lífi" Sagði Eric einn daginn í viðtali er hann var spurðu út í heilsufar.patrick_caccia.jpg

Eric Sardinas hefur sosem kannski ekki afrekað mikið miðað við Elvis eða Stones, en menn eins og Chuck Berry og B.B King vita hver hann er. Þá telst það nú nokkuð gott.

Ástæðan fyrir því að ég vildi troða Eric Sardinas hingað inn á þetta þétt-settna og vel-lesna blogg er að ég hef nánast aldrey heyrt eins flott trommusóló. Hérna er Eric Sardinas með trommuleikara sem heitir Patrick Caccia.

Patrick virðist ekkert veifa sér fyrir hvort hann sé með einn kjuða eða tvo, spili á trommusett eða gólf. Hér kemur sólóið umtalaða:


Siggakökur

Siggakökur

1/2 bolli smjörlíki
6 msk sykur
6 msk púðursykur
1 egg
1 1/4 bolli hveiti
1/2 tsk natron
1/2 tsk salt
1/2 bolli saxaðar hnetur(má sleppa)
1/2 bolli saxað súkkulaði(100 gr)
1/2 tsk vanilla, smá volgt vatn





Hrært deig, sett með teskeið á ofnplötu. Bakað við 180-200 gráður í ca 10 mín

 

Jæja þá er víst komið að jólabakstrinum. Í kvöld er kallinn að baka hinar þekktu og vinsælu Siggakökur, en þær eru nefndar eftir mér. Þær koma djöfull vel út bragðlega séð. Útlítandi kemur þetta frekar flatt út. Ég hrærði systeminu öllu saman og djöflaðist í þessu í 5 min og smelltu deiginu svo á plötu á bökunarpappír. christmas_piano.jpg

Leit djöfull vel út þegar ég setti plötuna inn í ofninn en þegar ég tók hana út, voru 20 smákökur allt í einu orðnar 1 stór kaka. Þær höfðu lekið allar saman einhvernveginn. Smákökurnar heita því skemmtilega og fallega nafni "Siggakökur" og fann ég þær á netinu fyrir nokkrum dögum síðan.

Með kvöldinu kom þetta svo allt saman og hjálpaði mér mín ástkæra systir Linda María og Rakel Ósk dóttir hennar, mér að baka almennilegar jólakökur.

Þegar þetta er skrifað, er ég að bíða eftir einni plötunni í ofninum og á eftir að hnoða eitthvað fram eftir kveldi. Þetta er í fyrsta skipti sem Lewis setur saman kökur, en ég get fullyrt hér, að ekkert jafnast á við jólabakstur, skemmtilega gamla jólatónlist og ískaldan jólabjór.


Netið. Hápunktur fróðleiks og menntunar.

Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á netinu:

spjall_a_netinu.jpg


Íraksstríðið

Ég ætla að byrja á því að segja mína skoðun á Íraksstríðinu, svona svo þið 3-4 mannungar sem lesið þetta blogg getið áttað ykkur á skoðunum mínum.

iraq_marine.jpg

 

Íraksstríðið eða "The second Gulf War" er stríð sem kallast "Iraqi Freedom" eða "Frelsun Íraks." 10 Júlí 2003 réðust 32 þjóðir inn í Írak með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar. Bandaríkjamenn höfðu 78% heraflans sem réðst inn í landið á innrásardegi. Bretar höfðu 19% herafla. Innrásin gekk eins og í sögu. Ekki einn hermaður lét lífið. 2 atvik urðu þó til þess að hneykslunarmál komu upp í Bandaríkjunum. Tveir Hummvee-ar urðu bensínlausir hálfa leiðina að fyrsta Roundee point. Bandaríkjamenn og þeirra bandamenn, unnu svo mikinn yfirburðarsigur að það var talað um það í öllum fjölmiðlum um allan heim.

 

5 árum síðar er staðan öðruvísi. Bandamenn ERU að vinna stríðið í Írak, en ekki eins auðveldlega og þeir héldu í fyrstu. Bandaríski herinn hefur viðurkennt, að herinn sé sérþjálfaður (allar deildir) til að berjast við annan "háþróaðan her". Ekki hryðjuverkamenn. Bílsprengur, sjálfsmorðssprengjuárásir og þvíumlíkt hefur Bandaríkjaher ekki þróað sér nægan viðstöðubúnað til að sporna við slíku. Þessa daga, sem og síðustu ár hafa vísindamenn Bandaríska hersins verið að þróa ótrúlegustu vopn nútímahernaðar gegn "Íraks-orrustum" eins og þeir kalla það. (Iraq battles)

                                                                                                         mi_austurlandabuar_734187.jpg

Ég er sjálfur með 66 stöðvar og þar á meðal Discovery og National Geographic. Á þessum sjónvarpstöðvum eru þættir um SVO ótrúlega tæknibyltinu í hernaði að ekki einu sinni ÉG SJÁLFUR trúi því, og þá er nú mikið sagt. Staðreyndin er sú að Bandamenn, allt svo Bandaríkjamenn, Bretar, Danir, og fleiri að sjálfsögðu eru að vinna orrustuna í Írak. En ég vil taka sterkt fram, að Írak er bara orrusta í stríðinu gegn hryðjuverkum! Stríðið gegn hryðjuverkum viðgengst um allan heim. Asíu, Mið-Austurlöndum, Evrópu, Ameríku, Afríku svo fáar heimsálfur séu nefndar.

iraq_marine2.jpg


McCain ristar Obama

Hvað get ég meira sagt?

Elvis Presley

elvis_presley.jpgElvis Aaron Presley er að mínu mati einhver besti söngvari fyrr og síðar, sé litið til söngstíls, sviðsframkomu og almenns stíls.

Ég ætla ekki að koma með sérpistil um Elvis Presley hér, ég mun koma með hann síðar, en það kom mér á óvart að Elvis lenti ekki nema í 3 sæti yfir bestu söngvara veraldar, samkvæmt tímaritinu Rolling Stone.

Hvað er það sem dregur Elvis niður í 3ja sætið? Er það söngshæfileikinn? Persónuleikinn? Eða er það kannski plötusalan? Presley hefur selt rúmlega einn milljarð platna, eða meira en nokkur annar söngvari í veröldinni.

Flestir jarðabúa virðast því fíla Elvis. En að sjálfsögðu ekki allir. Sé litið aftur til ársins 1962, nær Elvis 100% kosningu í "Besti söngvari heims" samkvæmt tímaritinu Rock n Roll Hall of fame. Það er skiljanlegt. Ekki vegna þess að Elvis var á hátindi ferils síns þá, heldur vegna þess að Elvis var mest áberandi þjóðhetjan í kvikmyndum þess tíma. Staðreyndin er reyndar sú, að Elvis náði aldrei neinum hátindi. Hann var alltaf á hátindi ferils síns. 1956 jafnt sem 1977 og sá tindur rís enn.

Mörgum kunna að finnast að þetta séu ýkjur í mér, og ég komi þessu á framfæri, vegna þess að ég sé svo mikill aðdáandi, en þetta er staðreynd.

Þess má geta að plötur Elvis eru lang mest seldu plötur látins tónlistarmanns fyrr og síðar.


George H. W. Bush (Skemmtilegt tilsvar)

george_h_w_bush.gifGeorge H. W. Bush byraði á stríði sem sonur hans endurlífgaði til að klára og sem betur fer, er ekki langt í það. Hann þótti oft gefa mjög einkennilegar yfirlýsingar.

Einu sinni, þegar Bush eldri var spurður um umræðuefni væntanlegs leiðtogarfundar með Gorbatjov svaraði hann:

"Afabörn. Allt það dót. Mjög merkilegt."

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hann sigraði Saddam Hussein í fyrra Íraksstríðinu. Sovítríkin hrundu í hans valdatíð.

Heimildir teknar að hluta úr nýjasta tölublaði Skakka Turnsins.


Fyrsti blaðamannafundur Obama kom vel út

bla_amannafundur_obama.jpgKjörinn forseti Bandaríkjanna Barack Obama kom virkilega vel út á blaðamannafundi sem haldin var núna fyrir örfáum mínútum er þessi færsla er skrifuð. Verðandi forseti byrjaði reyndar á því að mæta 20 min of seint á fundinn en það má teljast eðlilegt. Greinilegt er að Obama vill leggja höfuðáherslu á efnahag landsins sem hefur hallað heldur betur niður á við undanfarin ár.

usa_flag_721722.jpg

Í stuttu máli vill Obama lækka skatta á þá lægst launuðustu og þrengja aðeins um ólar þeirra ríkustu. Hann segir að að efnahagsmálin séu "Top priority" sem að mínu mati er rétt og rökkrétt að öllu leiti. Allt byggist á efnahagnum. "Við þurfum að koma á björgunaráætlunum fyrir millistéttina" Þetta líkar mér. Hann talaði einnig um alvarleika aukis atvinnuleysis.

Obama fór einnig út í fleiri mál, sem dæmi afstöðu sína til Írans. Hann sagði að verða komi í veg fyrir kjarnorkuáform Írana og fjárframlög Írans til hryðjuverkahópa. Mér er strax farið að líka betur við kauða. atomic_iran.jpg


O'Reilly VS Cavuto

neil_cavuto.jpg

Ég horfi töluvert á sjónvarpsstöðina Fox. Þeir þættir sem ég horfi einna mest á, á þeirri stöð er The World With Neil Cavuto og The O'Reilly Factor. Fyrir þá sem ekki þekkja til fjalla báðir þættirnir hlutlaust, nánast bara um pólítík.

(Jájájá, ekki fara að finna upp hjólið og leggja hér in komment um að svo sé ekki. Ég veit að sumum finnst þetta hlutdrægustu þættirnir á hlutdrægustu stöð í heimi, svo ZIP IT!)

o_reilly_720944.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Báðir Bill O'Reilly og Neil Cavuto eru ómótstæðilegir. Ég kemst samt ekki framjá því að sjá hvað Cavuto vill vera mikill O'Reilly í sér. Hans galli er bara einfaldlega að hann er of mikill aumingi í sér. Á meðan hefur O'Reilly þetta "Killer Eagle Eye" sem allir verða hræddir við og þegja eins og skot.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 23487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband