Rock n Roll VS Pop

michael_jackson.jpg

Margir jagast á um hvort sé betra og skemmtilegra. Popp eða rokk. Sumir halda þvi jafnvel fram að um sömu tónlist sé að ræða. Sjálfskipaður poppkúngurinn Michael Jackson er nú látinn langt fyrir aldur fram. Flestir syrgja hann. Þó ekki ég. Jackson má þó eiga að hann keppti við látinn tónlistarmann í plötusölu. Sjálfan Elvis Presley. Jackson á mest seldu plötu í heiminum. Thriller, og einhverra hluta vegna man ég ekki hvernig lagið hljómar. Ég heyri alltaf Goastburster lagið í huga mér þegar ég heyri nafnið Thriller. Hvað um það.

Það er ekki mitt að dæma hvort Jackson hafi verið góður. Tölur skera út um það. Fjöldinn ræður. Rokkið byrjaði í Bandaríkjunum 1951 þegar Ike Turner söng Rocket 88 inn á plast hjá Sam Phillips í Sun Records í Memphis Tennessee. Rokkið sprakk svo út 1956. Elvis var orðinn alheimsþekktur rétt eins og Fats Domino. Chuck Berry var þekktur um öll Bandaríkin en átti nokkrar vikur í að verða heimsfrægur. Little Ridchard fanns mörgum bara vera skrýtin öskrandi náungi, en náði þó árangri fljótt og snemma. Jerry Lee Lewis var elskaður af fólki á aldrinum 10-20 ára. Viltur skæruliði sem hafði ekkert markmið.

serman_vs_elvis.jpg

Rokkið í dag er hálgerð yfirsjón yfir rokkið þegar það byrjaði. Nema eitt. Menn einblína á það að vera sem svalastir. Sólgleraugu og íþróttagallar eru inn í dag. Sem er allt í lagi. Menn reyna að vera sem frumlegastir í tónlist sem er fagnaðarefni. Aftur á móti fatta ég ekki hvers vegna ekki nokkur einasta hljómsveit höfðar til mín. Utan Lay Low. Og hún er ekki einu sinni hljómsveit.

Langi Seli og Skuggarnir eru frábærir, en vantar allt piano. Ég ætla ekki að fara að nefna allar hljómsvetir hérna á blogginu sem ég fíla ekki enda væri það ævisaga, en einhverja hluta vegna ná þessar hljómsveitir ekki til mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband