Bloodshot Bill

 Er kominn aftur að blogga um lítt þekkta tónlist. Hef haldið mig meira og minna fjarri frá bloggi síðan Obama vann kosningarnar enda hélt ég að þriðja heimstyrjöldin væri að fara að skella á.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

bloodshot_bill_cover.jpg

Bloodshot Bill er án efa einn sá allra öflugasti tónlistarmaður í dag að mínu mati í Rockabilly tónlist. Bannaður að ferðast til USA.

bloodshot_bill2.jpg

Bloodshot Bill er Canadamaður. Ættaður frá Canada í Canada í Norður Ameríku. Bill er mestmegnis þekktur fyrir eins mans tríó eða "One man band." Hann spilar á trommur, gítar og jafnvel munnhörpu ef honum þóknast. Það er greinilegt að Bloodshot Bill vilji láta líkja sér svolítið við Presley. Það þarf ekki nema að líta á plötu coverin hans til að sjá það beina leið.

Bill er einnig sá náungi sem nær "Original feeling" í gamla rockabilly eins og það virkilega var 1955-58. Það má vel heyra á myndböndunum sem hér fylgja.

 

bloodshot_bill3.jpg

Bloodshot Bill hefur spilað ansi víða miðað við marga. USA, Evrópu, Canada og Mexico. Bill spilar eingöngu rockabilly ásamt dálítið af pönkabilly. Hann spilar aðalega einn, en er þó með hljómsveit á sínum snærum. Þar sem þessi náungi er enn frekar óþekktur, veit ég ekki svo mikið um hann, og ætla að láta þessa færslu um Bloodshot Bill duga í bili. En læt nokkur myndbönd slæðast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér kærlega fyrir þetta myndböndin eru athyglisverð. 

En ég velti fyrir mér af hverju hann má ekki koma til USA?

Sigurður Þórðarson, 20.6.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Sæll nafni. Bloodshot Bill spilaði eitt sinn í Bandaríjjunum án þess að hafa tilskilin atinnuleyfi og var þar með bannaður að koma til besta lands í heimi. Óheppinn.

Siggi Lee Lewis, 20.6.2009 kl. 11:17

3 Smámynd: Siggi Lee Lewis

skuldar mér bjór

Siggi Lee Lewis, 20.6.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég sá að Bloodshot Bill er skráður á www.allmusic.com en samt eru engar upplýsingar um hann þar.  Skrýtið.  Hann er flottur.

  Talandi um Hussein Obama:  Ef þú ferð á www.cigar.blog.is finnur þú myndband sem sýnir fram á að Hussein er í raun Osama bin Laden.  Reyndar önnur hárgreiðsla,  öðruvísi skegg,  öðruvísi höfuðfat...  En sömu eyru,  sömu augabrýr,  augu,  munnur,  nef,  húðlitur og svo framvegis.  Þetta er skoðað þarna lið fyrir lið. 

Jens Guð, 20.6.2009 kl. 22:12

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég á "Don´t Let Go" á einu (að ég held) sólóplötu Jeffs Lynne.  Þú veist áreiðanlega allt um að hann var með Roy Orbinson og fleirum í "súpergrúppunni" Traveling Wilburys og þar áður var hann í Rafmagnsljósssveitinni (ELO). 

Jens Guð, 20.6.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Sæll Jens og takk fyrir innlitið (og útlitið) Ég hafði ekki hugmynd um neitt af þessu sem þú varst að segja. En takk fyrir upplýsingarnar.

Bloodshot Bill er frábær miðað við nútíma gutta.

Siggi Lee Lewis, 21.6.2009 kl. 01:10

7 Smámynd: Jens Guð

  Þú lýgur þessu.  Þú veist allt um Roy Orbison meira en ég.  Ég veit bara að hann var rangeygur og með rosalega sterka söngrödd.  En faldi með sólgleraugum hvernig augun voru í krossi.  Á gamals aldri smalaði hann í eina sæng þessari "súpergrúppu"  Traveling Wilburys.  Hún var "smash hit" ofurgrúppa.  Raðaði lögum á vinsældalista.  Með Roy í hljómsveitinni voru George Harrison úr Bítlunum,  Jeff Lynne úr Rafmagnsljósssveitinni (ELO),  Bob Dylan og Tom Petty.  

  Roy Orbinson var lang elstur í hljómsveitinni.  Geroge Harrison (sem nú er dauður eins og Roy) sagði að það hafi verið skrýtið að vinna með gamla manninum.  Hann - lang elstur - gagnrýndi útsetningar stöðugt með því að segja:  "Við þurfum meiri læti,  meiri hávaða,  meira rokk."  Þeir hinir,  allir súperstjörnur,  voru í því hlutverki að dempa kallinn og benda honum á að Traveling Wilburys væri vísnapoppsveit en ekki rokkhljómsveit.  Sem hann féllst með semingi á.  En þeim þótti skrýtið að "afinn" í hljómsveitinni væri sá sem gagnrýndi poppið og vildi meira rokk.          

Jens Guð, 21.6.2009 kl. 02:13

8 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég kannast við Traveling Wilburys þegar þú lýsir þessu svona. Hér er einmitt mikill grínari á ferð sem stælir þá alla sjálfur. Sérstaklega finnst mér Roy Orbinson fyndinn:

http://www.youtube.com/watch?v=7NLSil6PfuE&feature=related

Siggi Lee Lewis, 21.6.2009 kl. 12:37

9 Smámynd: Jens Guð

 Bráðskemmtilegt dæmi.  Gaurinn nær þeim öllum bærilega:  George Harrison,  Tom Petty,  Jeff Lynne,  Bob Dylan og Roy Orbinson.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 01:05

10 Smámynd: Jens Guð

  Hér er myndband við annað frægt lag með Travelling Wilburys:  http://www.youtube.com/watch?v=dvQHpKJS860

  Gott ef þetta er ekki kráka frá Lonnie Donegan.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 01:10

11 Smámynd: Jens Guð

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 01:17

12 Smámynd: Jens Guð

  Í dag myndi þetta kallast kántrý-pönk en þarna 1950-og-eitthvað kallaðist það skiffle.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 01:18

13 Smámynd: Jens Guð

  Íslensk Jesú-kelling sem heitir Jóhanna G.  Erlingsson leit upp úr Biblíunni og brá á leik.  Snaraði  Nobody´s Child yfir á íslensku, glotti við fót og fór á Þorrablót (í maí eins og Lucy in the Sky):

Ég gekk um götu eina þar gömul stofnun var
ég horfði um stund á börnin, er léttfætt hlupu þar.
En einn var ekki í leiknum svo ég innti hann eftir því
úr himinbláum augum blindum barst mér svar við því.
Ég einskis barn er, ég einskis barn er,
endalaust myrkur er áskapað mér
Ég er einstæðingur sem engan á að,
enginn vill sjá mig, ég einskis barn er.
Fólkið velur börnin og fer með heim með sér
en engum líst víst á mig, því verð ég alltaf hér.
Það langar eflaust engan að eiga blindan son
en það er erfitt ósjáandi að eiga enga von.
Ég einskis barn er, ég einskis barn er,
endalaust myrkur er áskapað mér
Ég er einstæðingur sem engan á að,
enginn vill sjá mig, ég einskis barn er.
Ég þekki ei móðurfaðminn sem frið mér gæti veitt
né föðurhönd sem leiddi mig, því ég sé ekki neitt.
Ég vildi ég gæti dáið og dvalið himnum á
þar alsjáandi léki mér við englabörnin smá.
Ég einskis barn er, ég einskis barn er,
endalaust myrkur er áskapað mér
Ég er einstæðingur sem engan á að,
enginn vill sjá mig, ég einskis barn er.

Jens Guð, 23.6.2009 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 23429

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband