22.8.2009 | 12:55
Flatlúsin.
Við vorum á leið til Raufarhafnar, þegar einn skipsfélaganna tók mig afsíðis, og trúði mér fyrir viðkvæmu leyndarmáli. Hann hafði krækt sér í flatlús. Þar sem ég var kunnugur á Raufarhöfn, bað hann mig um að útvega sér eitthvað til að eyða óværunni.
Fór ég á fund Lárusar Jónssonar læknis, vel þekkts manns í læknastétt, meðal annars fyrir að hafa verið á tíma yfirmaður á kleppi, eftir að Hriflu Jónas rak Helga Tómasson. Minna var hann þektur fyrir reglusemi. Læknirinn tók mér vel, enda í glaðara lagi. Bauð hann í glas, og vildi spjalla, en alls ekki um flatlús. Það væru skordýr sem eyða ætti með eitri, sem nóg væri í Kaupfélaginu.
Í Kaupfélaginu keypti ég 3 lítra brúsa af DDT skordýraeitri, minni skammtur fékkst ekki. Og stóra úða dælu. Hélt ég með þetta um borð í strigapoka og faldi vel. Nokkru síðar, er við vorum staddir djúpt út af Axarfirði fór ég með félaga mínum um miðja nótt upp á dekk, til að herja á flatlúsina. Tókum við kokur stöðu fyrir aftan stýrishúsið, svo vaktmaður þar sæi ekki til okkar. Útlitið var ekki gott þegar vinur minn stóða þarna stór og breiðvaxinn og allsnakinn. Flatlús á að vera nokkuð staðbundin, en svo loðinn var hann um skrokkinn, að lúsin var skriðin út um allt. Hrósaðir ég happi, að nóg skyldi vera til af eitrinu.
Dæluna fyllti ég margsinnis, gekk í kringum félaga minn og dældi eins hratt og ég gat. Áhrifin létu ekki á sér standa. Hef ég ekki séð annan eins stríðsdans og þann sem vinur minn steig, þegar allar flatlýsnar hófu dauðastríðið samtímis. Guðs mildi, að hann hoppaði ekki fyrir borð.Lýsnar hreyfðu sig ekki meira.
Seinna var DDT eitrið sett á bannlista um allan heim sem lífshættulegt efni. Sagði mér sérfræðingur að skammturinn sem ég keypti í Kaupfélaginu hefði með réttri aðferð nægt til að drepa Nashyrning.
Tekið ú gömlum annáli.
Um bloggið
Siggi Lee Lewis
Jukebox
Bloggvinir
- aloevera
- atlifannar
- hergeirsson
- asdisran
- gattin
- binnag
- brandarar
- valgeir
- gudbjornj
- gudnim
- gullilitli
- gustaf
- plotubudin
- skinkuorgel
- heida
- drum
- ingvarvalgeirs
- irma
- jakobsmagg
- jea
- jevbmaack
- jensgud
- presley
- johanneshlatur
- kiddirokk
- markusth
- omarragnarsson
- palmig
- robertb
- runarf
- siggith
- stormsker
- th
- veraknuts
- steinibriem
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilega sögu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2009 kl. 13:09
Gulli litli, 22.8.2009 kl. 13:29
Axel og Gulli, Þakka ykkur kærlega fyrir sömuleiðis.
Siggi Lee Lewis, 22.8.2009 kl. 14:59
Frábær frásögn! Og rifjar upp þegar ónefnd Magga smitaði mig af flatlúsinni. Það var svo sem gaman að kynnast þessum litlu kvikindum. Vinarlegar skepnur sem áttu til að klípa þannig að manni brá við og sýndi ósjálfrátt sömu takta og Michael Jackson í frægum danssporum. Þá fattaði ég hvað var í gangi hjá Mikjáli og ástmönnum hans.
Jens Guð, 22.8.2009 kl. 22:51
Hehehe þetta er það eina sem pyntingarvélar gefa manni vandamál og flatlús. hehe
Hannes, 31.8.2009 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.