Endurspeglar húmor Rússa!

Rússar gera grín að Clinton (Frétt á mbl.is)

Rússneskir fjölmiðlar gera nú óspart grín af Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna stafsetningarvillu á táknrænni gjöf sem hún gaf rússneska utanríkisráðherranum Sergej Lavrov á fundi þeirra í Genf í gærkvöldi.

Clinton ætlaði að afhenda Lavrov hnapp með áletruninni „endurstilla“ til að leggja áherslu á að stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta vildi „nýtt upphaf“ í samskiptunum við Rússland.

Á hnappinum átti að standa „perezagruzka“, eða „endurstilla“, en þess í stað var þar orðið „peregruzka“, sem þýðir „ofhlaða“.

Rússneskum fjölmiðlum þótti það ekki góðs viti að bandaríski utanríkisráðherrann vildi „ofhlaða“ samskiptin við Rússa.

Rússneska dagblaðið Kommersant birti mynd af rauðum hnappi á forsíðunni með fyrirsögninni: „Sergej Lavrov og Hillary Clinton ýttu á vitalausan hnapp.“

 ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Aumingja rússar. Að þurf að vera með kommrad Putin sem leiðtoga. Maður gæti sagt Putin fimm aura brandara og hann skellti upp úr! Ég veit það með vissu að rússar skammast sín fyrir stjórn sína. Hef það af afspurn við örfáa rússa sjálfa. Bæði sjómenn og verktaka. En þeir fá engu ráðið. Segja að rússnenska þjóðin sé allt annað en sátt við Putin. Þegar ég spyr þá út í skoðanarkannanir benda þeir á að Putin er annar Stalin. Það sé ekkert að marka kannanir. Þeir séu fangar í eigin landi.

putin_gu_807149.jpg

Mér er sosem nokkuð sama sjálfum, en hef smávegis samúð með fólkinu. Rússland mun seint breytast. Landið er að breytast mjög hratt í kommúnistaríki aftur. Er eiginlega orðið það nú þegar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband