Tónlistarsmekkurinn Jerry Lee.

Ég byrjaði fyrst að hlusta Jerry Lee eftir að ég hætti að hlusta á vögguvísur. sem voru í tísku um það leyti sem ég fæddist. Tónlistin sem pabbi minn kynnti fyrir mér er sú tónlist sem ég elska hvað mest og hlusta hvað mest á, en það er til meira en það, og meira að segja gjemli pabbi viðurkennir það.

elvis_presley_789142.jpg

Sú tónlist sem ég fíla hvað mest persónulega er hin svokölluð "rót" af rokki. Þ.a Jerry Lee Lewis, Carl Perkins, Chuck Berry, Roy Orbinson, Little Richard, Elvis, Fats Domino, Buddy Holly og endalaust fleiri. Pabbi minn á heiðurinn af því að ég skuli hafa farið að hlusta á þessa tónlist. 

Eftir að ég var "kominn yfir" að hafa stolist í vinylöplöturnar hans, fór ég að upphvöta ýmislegt varðandi tónlist. T.D var nýleg furðuleg tónlist sem ég fattaði ekki þótt ég reyndi mikið að skilja, sem var tónlistin RAPP.

 

Systir mín bjó í næsta herbergi við mig og ég viðurkenni það nú, að ég stalst í geisladiskasafnið hennar oftar en 3000 sinnum!. Það voru ekki margir diskar á þeim tíma. Eitthvað með Stjórninni, annar sem hét "Reif í Tætlur", "Bjarni Ara", "Gullöldin með Bjögga Halldórs", en svo var einn diskur sem ég var sérstaklega hrifinn af. Ég man ekki hvað hann hét eða heitir (Gott ef hann heitir ekki "Golden Era"), en hann var með mörgum lögum sem pabbi átti á vinyl, nema hvað það var miklu skýrara sánd. "Whole lott a shaking going on" var eins og væri hljóðritað í herberginu! Þannig að þar fór ég að kaupa mér sjálfur diska. Sérstaklega diska með Jerry Lee Lewis, sem ég hélt hvað mest upp á. Ég var með piano inn í herberginu hjá mér þannig að ég gat reynt að herma eins og ég gat eftir honum.

jerry-lee-lewis_789168.jpg

jerry_lee.jpg

Þegar ég fór að vinna fyrir sjálfum mér upphvötaði ég það að ég gat keypt mér það sem ég vildi. Þannig að öll mín laun fóru í plötur. Seinna meir í bíla, áfengi og kvennafar, aðalega áfengi og benzin þó.

 buick_789148.jpg

Þegar ég fór sjálfur að kaupa diska með Berry, Presley og Lewis fór ég að spá í upprunan. Hvaðan þetta kæmi allt saman. Ég gróf þetta upp í plötubúðum (Trúið mér þá var netið ekki komið á þetta stig sem það er nú) og ég man sérstaklega eftir einni plötu kompu sem ég reyndar man ekki hvað heitir, en veit hvar hún er. Þar fann ég plötu með Boogie Woogie piano spilara sem hét Albert Ammon. Og þar byrjaði þetta allt saman. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þessi færsla rifjar upp frægs svar boltakalls í Englandi.  Ég held að hann heiti Pete Best og er kannski dauður. Ég fylgist ekkert með boltaköllum.  Þessi lenti í fjárhagserfiðleikum og var í sjónvarpsviðtali spurður út í hvernig stæði á því að hann,  hátekjumaður,  væri í fjárhagserfiðleikum.  Svarið var eitthvað á þessa leið:  "Allar mínar tekjur fóru í áfengi og kvennafar.  Afgangurinn fór í vitleysu."

Jens Guð, 8.2.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband