22.1.2009 | 23:21
Fávitar og skammir Íslendinga!
Fávitar eru meðal vors. Það kemur greinilega og glögglega í ljós þegar horft er á mótmælin niðrí bæ. Unglingafávitar sem sparka í lögguna, með klúta um hálsinn, drullusokkar sem henda eggjum í Alþingishúsið okkar og brjóta rúður, fífl sem henda gangstéttum í lögreglumennina okkar sem og henda mannaskít og hlandi í þá.
Sem betur fer er þessi fávitahópur pínulítill. Sennilega eru um 99% mótmælenda sem haga sér til fyrirmyndar. Ég hef aldrey fyllst jafn miklu stolti eins og þegar hópur mótmælenda raðaði sér upp fyrir framan brynvarða lögregluna, til að halda yfir þeim lífiskyldi. Ég hefði gert það sama ef ég hefði verið á staðnum. En ég hef takmarkaðan áhuga á að mótmæla á þann hátt sem fram hefur komið í fjölmiðlum.
Mótmæli síðustu daga hafa dregið úr mér allann vilja og löngun til að mæta og taka þátt í að mótmæla. Ég fæ æluna upp í háls þegar ég sé 16-17 ára unglingafávita með trefla fyrir kjaftinum þrykkja tómötum í lögrelumenn.
Um bloggið
Siggi Lee Lewis
Jukebox
Bloggvinir
- aloevera
- atlifannar
- hergeirsson
- asdisran
- gattin
- binnag
- brandarar
- valgeir
- gudbjornj
- gudnim
- gullilitli
- gustaf
- plotubudin
- skinkuorgel
- heida
- drum
- ingvarvalgeirs
- irma
- jakobsmagg
- jea
- jevbmaack
- jensgud
- presley
- johanneshlatur
- kiddirokk
- markusth
- omarragnarsson
- palmig
- robertb
- runarf
- siggith
- stormsker
- th
- veraknuts
- steinibriem
- metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu samt Siggi. Við sem stóðum vörð um lögregluna getum verið meira áberandi samanber hvernig mótmælin fóru fram í kvöld.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.1.2009 kl. 23:59
Standa vörð: ég stóð upp og bað fólk að hætta að grýta lögregluna, þeir stálu engu af okkur og þó að meðal þeirra leynist svartir ofbeldissauðir (ég var þarna og sá þá hefja ofbeldið) eigum við að sýna betra fordæmi - þá verður stuðningurinn með okkur.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.1.2009 kl. 00:01
Einar: Því miður félagi, ég veit að lögregnan hóf ekkert ofbeldi, hvað sem þér hefur missýnst. Hvað um það félagi, þá styð ég ykkur í huga, en ég veit ekki hverju ég ætti persónulega að mótmæla. Ég hef sjálfur aldrey haft það betra en einmitt í dag. Ég hef komið mér vel fyrir, er með góða vinnu og er alltaf saddur og drekk mikinn bjór.
Ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að þannig hafa það ekki allir, en ég vil ekki taka þátt í þessu ofbeldisfári. Ég styð lögregluna heilshugar!
Ég er harðasti Sjálfstæðismaður sem um getur B.T.W ;-)
Siggi Lee Lewis, 23.1.2009 kl. 00:13
smaofbeldi hefur aldrei skaðað neinn sem að a það skilið ;)
davið (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 05:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.