29.11.2008 | 18:14
Siggakökur
Siggakökur 1/2 bolli smjörlíki 6 msk sykur 6 msk púðursykur 1 egg 1 1/4 bolli hveiti 1/2 tsk natron 1/2 tsk salt 1/2 bolli saxaðar hnetur(má sleppa) 1/2 bolli saxað súkkulaði(100 gr) 1/2 tsk vanilla, smá volgt vatn | Hrært deig, sett með teskeið á ofnplötu. Bakað við 180-200 gráður í ca 10 mín |
Jæja þá er víst komið að jólabakstrinum. Í kvöld er kallinn að baka hinar þekktu og vinsælu Siggakökur, en þær eru nefndar eftir mér. Þær koma djöfull vel út bragðlega séð. Útlítandi kemur þetta frekar flatt út. Ég hrærði systeminu öllu saman og djöflaðist í þessu í 5 min og smelltu deiginu svo á plötu á bökunarpappír.
Leit djöfull vel út þegar ég setti plötuna inn í ofninn en þegar ég tók hana út, voru 20 smákökur allt í einu orðnar 1 stór kaka. Þær höfðu lekið allar saman einhvernveginn. Smákökurnar heita því skemmtilega og fallega nafni "Siggakökur" og fann ég þær á netinu fyrir nokkrum dögum síðan.
Með kvöldinu kom þetta svo allt saman og hjálpaði mér mín ástkæra systir Linda María og Rakel Ósk dóttir hennar, mér að baka almennilegar jólakökur.
Þegar þetta er skrifað, er ég að bíða eftir einni plötunni í ofninum og á eftir að hnoða eitthvað fram eftir kveldi. Þetta er í fyrsta skipti sem Lewis setur saman kökur, en ég get fullyrt hér, að ekkert jafnast á við jólabakstur, skemmtilega gamla jólatónlist og ískaldan jólabjór.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:15 | Facebook
Um bloggið
Siggi Lee Lewis
Jukebox
Bloggvinir
-
aloevera
-
atlifannar
-
hergeirsson
-
asdisran
-
gattin
-
binnag
-
brandarar
-
valgeir
-
gudbjornj
-
gudnim
-
gullilitli
-
gustaf
-
plotubudin
-
skinkuorgel
-
heida
-
drum
-
ingvarvalgeirs
-
irma
-
jakobsmagg
-
jea
-
jevbmaack
-
jensgud
-
presley
-
johanneshlatur
-
kiddirokk
-
markusth
-
omarragnarsson
-
palmig
-
robertb
-
runarf
-
siggith
-
stormsker
-
th
-
veraknuts
-
steinibriem
-
metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf ekki að vera verra að hafa eina stóra og veglega Siggaköku en margar litlar og ræfilslegar Siggakökur. Jafnvel betra ef fólk er svangt.
Flöt kaka er sömuleiðis ekkert verri en litlar uppspertar kúlur. Það væri til að mynda lítið varið í Ömmu flatkökur ef þær væru útþandir hnullungar. Hangikjötið myndi ekki einu sinni tolla á hnullungunum. Það myndi detta á skítugt gólfið. Það er ólystugt.
Jens Guð, 30.11.2008 kl. 01:10
Já nákvæmlega Jens! Hugsaðu þér t.d ef bjórinn væri bara litlar kúlur. Eða Pizzur......bara litlar pizzukúlur.
Siggakökur eru djöfulli góðar. Þarf endilega að láta þig fá nokkur stykki.
Siggi Lee Lewis, 30.11.2008 kl. 10:07
Ég verð að segja það að Siggakökur eru bestu smákökur sem ég hef bakað. Reyndar sleppti ég hnetunum og setti smá rjómasúkkulaði í stað suðusúkk (ca 20 gr sem ég skipti út) og vola - frábært.
JB (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.