Elvis Presley

elvis_presley.jpgElvis Aaron Presley er að mínu mati einhver besti söngvari fyrr og síðar, sé litið til söngstíls, sviðsframkomu og almenns stíls.

Ég ætla ekki að koma með sérpistil um Elvis Presley hér, ég mun koma með hann síðar, en það kom mér á óvart að Elvis lenti ekki nema í 3 sæti yfir bestu söngvara veraldar, samkvæmt tímaritinu Rolling Stone.

Hvað er það sem dregur Elvis niður í 3ja sætið? Er það söngshæfileikinn? Persónuleikinn? Eða er það kannski plötusalan? Presley hefur selt rúmlega einn milljarð platna, eða meira en nokkur annar söngvari í veröldinni.

Flestir jarðabúa virðast því fíla Elvis. En að sjálfsögðu ekki allir. Sé litið aftur til ársins 1962, nær Elvis 100% kosningu í "Besti söngvari heims" samkvæmt tímaritinu Rock n Roll Hall of fame. Það er skiljanlegt. Ekki vegna þess að Elvis var á hátindi ferils síns þá, heldur vegna þess að Elvis var mest áberandi þjóðhetjan í kvikmyndum þess tíma. Staðreyndin er reyndar sú, að Elvis náði aldrei neinum hátindi. Hann var alltaf á hátindi ferils síns. 1956 jafnt sem 1977 og sá tindur rís enn.

Mörgum kunna að finnast að þetta séu ýkjur í mér, og ég komi þessu á framfæri, vegna þess að ég sé svo mikill aðdáandi, en þetta er staðreynd.

Þess má geta að plötur Elvis eru lang mest seldu plötur látins tónlistarmanns fyrr og síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég get alveg kvittað undir þessa færslu.  Presley var frábær söngvari út frá hvaða mælistiku sem hann er settur sem tónlistarmaður.  Fyrsti hvíti söngvarinn sem réði við glæsilegan öskursöngstíl svo flottan að hann stenst enn í dag samanburð við alla síðari tíma rokksöngvara.  Hann innleiddi kröftugan blúsaðan söng í rokkið - ásamt Rikka litla.  Söngstíl sem alla tíð síðan hefur verið viðmið og einkenni fyrir rokk.

  Ég veit ekki hvað margir voru álitsgjafar hjá Rolling Stone eða hvernig nákvæmlega var staðið að valinu á bestu söngvurunum.  Mér dettur í hug að hver álitsgjafi hafi skilað inn lista yfir 10 (ja,  eða fyrst Rolling Stone stóð að þessu þá kannski 12) söngvara.

  Að óreyndu ætla ég að fá stig hafi aðgreint efstu sætin á listanum.  Miðað við þær forsendur sem ég gef mér skoða ég listann frekar þannig:  5 bestu söngvarar,  næstu 5 og svo framvegis. 

  Ég tek eftir því að soul-söngvarar eru með sterka stöðu á listanum.  Sem ræðst þá kannski af því að hlutfallslega margir soul-söngvarar hafi verið álitsgjafar.  Einnig má ætla að meðal álitsgjafa sé hátt hlutfall af yngri söngvurum sem hafa ekki yfirlit yfir þann hluta rokksögunnar er hófst á sjötta áratugnum.  Byrjuðu kannski að fylgjast með músík á sjöunda eða áttunda áratugnum.

  Þar fyrir utan tek ég svona lista ekki mjög hátíðlega.  Þetta er bara léttur samkvæmisleikur. 

Jens Guð, 15.11.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Já Jens, ég veit samt ekki hvað skal segja. Ég veit ekki hvernig svona listi virkar. Ætli það sé leyndarmál?

Kannski er enginn "Besti söngvari." Er þetta ekki bara skoðunarmál?

Hins vegar hrósa ég ritstjórum Rolling Stones fyrir að vinna vinnuna sína og skrifa greinar sem selja blaðið!

Siggi Lee Lewis, 15.11.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Jóhann Birgir Þorsteinsson

presley er nátulega bestur og hann a vera i firsta sæti ps:: ef allt geingur að óskum þá er ég jafel af fara til greslands 2010 :)

Jóhann Birgir Þorsteinsson, 16.11.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  það er eitthvað sem er að virka í ritstjórnarstefnu Rolling Stone.  Þetta er eina poppblað heims sem selst í næstum 2 milljónum eintaka.  Þau poppblöð sem næst koma í sölu eru að selja undir 150 þúsundum eintaka.  Við erum að tala um að næst söluhæstu poppblöð ná ekki 10% af sölu Rolling Stone. 

  Rolling Stone er bandarískt blað en er einnig gefið út á þýsku og frönsku.  Sem breytir samt ekki neinu út af fyrir sig vegna þess að keppinautarnir gefa sín blöð einnig út á þýsku og frönsku. 

  Þegar Rolling Stone hóf útgáfuferil keppti það við annað svipað blað sem hét Cream.  Fyrst var Cream með betri markaðsstöðu.  Ég veit ekki hvað varð um Cream.  Ég held að það komi ekki lengur út.  Svo gerði blað sem hét - og ég held að komi ennþá út - Spin harða hríð að Rolling Stone.  Gerði meira út á gruggið (Nirvana,  Pearl Jam...) en fataðist flugið þegar fjaraði undan grugginu.

  Annað blað, CMJ,  kom sterkt inn á markaðinn með því að hafa geisladisk með hverju blaði.  Niðurhalið á netinu (down load) kippti fótum undan því "trixi".

  Til gamans:  Nafnið Rolling Stone þýðir Flækingur/Flakkari (ekki Rúllandi steinn) og vísar til gömlu blúsaranna og trúbardoranna sem flökkuðu (ólöglega) um Bandaríkin á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.  Það er einn af kostum Rolling Stone að þar á bæ eru menn ennþá að sinna gömlu frumherjunum.

  Eitt af því sem skaut styrkri stoð undir Rolling Stone er stofnun blaðsins á Frægðarhöllinni (Hall of Fame).  Hún spilar stórt hlutverk í menningarsögu bandarísks rokks.  Ef ég man rétt eru þeir einir gjaldgengir í Frægðarhöllina sem hafa sent frá sér plötu fyrir 30 árum eða meir.       

  Rolling Stone hefur borið gæfu til að hafa meðal penna "stórlaxa" á borð við Lenny Kay (gítarleika Blondie og Patti Smith Group) og breta sem heitir Simon Frith.  Simon hefur skrifað fjölda fræðilegra bóka um poppmúsík.  Ég á nokkrar bækur eftir hann og þekki bróðir hans,  Fred Frith gítarsnilling sem meðal annars hefur spilað með Mike Oldfield og Richard Thompson. 

  Einn af blaðamönnum Rolling Stone er líka vinur Gunna "Byrds".  Ég man bara ekki hvað hann heitir.  Gunni segir að hann sé aðdáandi The Byrds.

  Jói,  þú þarft að byrja að hamstra gjaldeyri.

Jens Guð, 16.11.2008 kl. 03:14

5 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Jóhann: Takk fyrir innlitið. Til hamingju með að vera að fara til Graceland. Ég er sjálfur búinn að fara í fyrsta skiptið og það er varla hægt að lýsa þeirri upplifun.

Guð: Takk fyrir þessar flottu upplýsingar. Rolling Stone er snilldarblað. Er það ekki virtasta tónlistartímarit í heimi? Kæmi mér ekki á óvart. Flott líka hjá þeim að fá þekkta tónlistamenn til að pennast hjá sér.

Siggi Lee Lewis, 16.11.2008 kl. 13:49

6 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Guð: Gunni ætti að senda þeim nokkrar greinar um Byrd.

Siggi Lee Lewis, 16.11.2008 kl. 13:51

7 Smámynd: Siggi Lee Lewis

s.

Siggi Lee Lewis, 16.11.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband