Fyrsti blaðamannafundur Obama kom vel út

bla_amannafundur_obama.jpgKjörinn forseti Bandaríkjanna Barack Obama kom virkilega vel út á blaðamannafundi sem haldin var núna fyrir örfáum mínútum er þessi færsla er skrifuð. Verðandi forseti byrjaði reyndar á því að mæta 20 min of seint á fundinn en það má teljast eðlilegt. Greinilegt er að Obama vill leggja höfuðáherslu á efnahag landsins sem hefur hallað heldur betur niður á við undanfarin ár.

usa_flag_721722.jpg

Í stuttu máli vill Obama lækka skatta á þá lægst launuðustu og þrengja aðeins um ólar þeirra ríkustu. Hann segir að að efnahagsmálin séu "Top priority" sem að mínu mati er rétt og rökkrétt að öllu leiti. Allt byggist á efnahagnum. "Við þurfum að koma á björgunaráætlunum fyrir millistéttina" Þetta líkar mér. Hann talaði einnig um alvarleika aukis atvinnuleysis.

Obama fór einnig út í fleiri mál, sem dæmi afstöðu sína til Írans. Hann sagði að verða komi í veg fyrir kjarnorkuáform Írana og fjárframlög Írans til hryðjuverkahópa. Mér er strax farið að líka betur við kauða. atomic_iran.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Svarti sósíalistinn hefur verið að miða við klukkuna í Kenya.  Sem er ekkert verri en hver önnur klukka.  Það er hinsvegar risavaxið verkefni að vinda ofan af stærsta fjárlagahalla sögunnar.  Geir Haaarde og Ingibjörg geta glott út í annað að þurfa aðeins að kljást við ónýta krónu í samanburði við það verkefni.

Jens Guð, 9.11.2008 kl. 02:14

2 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það er rétt Jens min. Fall íslensku krónunar miðað við fall Bandaríska efnahagsins er eins og að líkja leiguverði á lítilli íbúð við leiguverðið á Smáralind. Það versta er að flestir Íslendingar gera sér ekki grein fyrir þessu. Hjakkast frekar í Davíð Oddsyni. Staðreyndin er nefnilega sú að dollarinn hefur töluvert meira að segja fyrir Íslendinga heldur en nokkur annar gjaldmiðill í heiminum. Og fyrir allan heiminn.

Siggi Lee Lewis, 9.11.2008 kl. 03:38

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef hinsvegar tekið eftir því að svarti Hussein nýtur stuðnings skemmtiiðnaðarins í Bandaríkjunum og reyndar Bretlands og Íslands einnig.  Allt frá Paul McCartney í Skotlandi,  U2 í Írlandi og Dr. Gunna á Íslandi.  Á sama tíma hlaupa menn eins og mýs af sökkvandi skipi undan stuðningi við Norðmanninn Geir Haaarde og múlattann Davíð Oddsson. 

  Meira að segja gamli republikaninn Jay Leno virðist hallast undir Hussein.  Þá er fokið í flest skjól og Bandaríkin komin í forystu vestrænna ríkja í sósíalisma.  Ísland reyndar undanskilið í ríkisvæðingu banka og allskonar fyrirtækja undir handjaðri Davíðs Oddssonar.

Jens Guð, 11.11.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband