Boðnir í viðtal á Útvarpi Sögu.

ÚS

Ég vildi vekja netta athygli á því að við Jens Guð verðum í viðtali á Útvarpi Sögu miðvikudagsmorguninn klukkan 08:10. En vegna þess að ég kem til með að missa af því, sökum þess að ég var boðinn í viðtal á ónefndri útvarpstöð hér í bæ á sama tíma, mun ég hlusta á endurtekninguna um kvöldið sama dag, milli klukkan 20:00 og 21.

fretrick_homar_474144

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt viðtal. Frábært lag hjá þér Siggi Lee! Maður heyrir nánast engan mun á þér og einhverju gömlu rock n roll goði. MAGNIFISENT!!

Bubbi K. (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Kærar þakkir fyrir innlitið í morgun. Þetta var skemmtilegt.

Markús frá Djúpalæk, 1.10.2008 kl. 13:32

3 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Bubbi K: Þakka þér kærlega fyrir. Þetta er eitt besta hrós sem ég hef fengið.

Markús Þ: Þakka þér kærlega fyrir mig. Þetta var mjög skemmtilegt.

Siggi Lee Lewis, 1.10.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Jens Guð

  Markús,  ég kominn hátt á sextugsaldur hef kannski farið í 50 eða 100 útvarpsviðtöl.  Allt frá rás 1 til hörðu rokkstöðvanna (X,  Reykjavík FM o.s.frv.).  Þú mátt alveg vita að þau viðtöl sem þú hefur átt við mig á Útvarpi Sögu eru þau allra bestu. Ekki það að ég þurfi að "snobba" fyrir þér upp á fleiri viðtöl að ræða.  Ég er vinur Óla Palla,  Guðna Más,  Andra Freys og ótal annarra sem hafa spjallað við mig í útvarpi.  En þegar ég spjalla við þig í útvarpi þá verður til stemmning sem fær mann til að gleyma stund og stað.  Klukkutímaspjall líður hjá eins og 10 mínútna spjall.  Þú ræður yfir einhverri tækni sem ég kann ekki að útskýra (án yfirlegu).  Þetta er eins og að setjast yfir kaffibolla í góðra vina hópi.  Svo er allt í einu klukkutíminn liðinn án þess að maður taki eftir því.

  Ég er ekki einn um að upplifa þetta svona.  Fleiri hafa nefnt þetta.

Jens Guð, 2.10.2008 kl. 02:14

5 identicon

 Sæll. Siggi Lee Lewis.

Ætluðum að hlusta á endurtekninguna í kvöld ég og Böddi,en eitthvað skolaðist til í útsendingunni.

Það sem við heyrðum,fannst mér stórgott,þú komst mér á óvart með söngnum.
Kveðja Þórarinn Þ. Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 06:16

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Jens, ég verð bara að þakka þér kærlega fyrir hrósið.

Markús frá Djúpalæk, 2.10.2008 kl. 08:30

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hlustaði líka á þetta viðtal, mér til mikillar ánægju og skemmtunar. Þú ert alveg ótrúlega líkur gamla Lee Lewis og ég hélt eins og fleiri fyrst að þarna væri verið að spila orginalinn. Þú ert bara ekkert síðri!

Svo tek ég undir orð Jens; Markús er örugglega ljúfasti og besti útvarpsmaðurinn á Íslandi í dag.. og þó víðar væri farið. Manni líður alltaf vel nálægt honum, bæði í viðtölum og hlustun. Hann er svo "heimilislegur" eitthvað.. svona eins og kjötbollur í brúnni.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.10.2008 kl. 10:47

8 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Þórarinn Þ: Þakka þér kærlega fyrir hrósið. Já systir mín og fleiri úr fjöldskyldunni ætluðu einmitt að hlusta á endurtekninguna en eitthvað skolaðist hún heldur betur niður. Veit ekki hvað skeði...

Helga Guðrún: Takk kærlega fyrir, það er gaman að heyra svona skemmtilegt og gott hrós. Jerry Lee var náttúrulega snillingur svo það getur varla komið öðruvísi út en vel ;-) Það er amk kosti erfitt að Lewis ef maður kann aðeins á piano.

Siggi Lee Lewis, 2.10.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Erfitt að klúðra Lewis ef maður kann eitthvað fyrir sér í piano leik átti þetta að vera ;-)

Siggi Lee Lewis, 2.10.2008 kl. 12:17

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Veistu, Siggi, að ég færi sko létt með það!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.10.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband