Bloggið, ég og Blues willis

Ég er kallaður eins og kannski flest ykkar vita Siggi Lee Lewis. Byrjað var að kalla mig Sigga Lee Lewis upp úr 16 ára aldri sennilega vegna þess að ég spila mikið Boogie Woogie rokk og blues á piano.Á þessu bloggi ætla ég að skrifa um þekkta tónlistarmenn og hljómsveitir, auk þess sem ég hendi inn einstaka færlsum um aðra skemmtilega hluti. 

Ég er í magnaðri 7 manna hljómsveit sem heitir Blues Willis, sem samanstendur af mér og 6 fleirum. Við spilum aðalega Contry en þó er allt opið. í hljómsveitinni er m.a Piano, Trommur, Bassi, Gítarar, Banjo og flreiri skemmtileg tónfæri. Fyrsta platan okkar, Hang Em High kemur vonandi út von bráðar, en á henni eru 14 vel samin og flutt lög sem öll eru frumsamin sem og textar. Á æfingum er mikið trallað og tjúttað, drukkið, slegist og drepist.

Hvað um það. Á þessari bloggsíðu ætla ég mér að skrifa um tónlist sem ekki er mikið skrifað um á öðrum miðlum. Það er tónlist allt frá 1930 og upp til 1965. Þá er ég að meina tónlist eins og Contry, Rockabilly, Shuffle, Blues og fleira skemmtilegt.

Ég vona að þið munuð hafa gaman af þessari frumraun minni í bloggheima.

Takk fyrir. Siggi Lee Lewis. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Velkominn á vettvang. 

Jens Guð, 24.7.2008 kl. 00:34

2 identicon

gaman að sjá þig á veraldarvefnum

Heiða Hrönn (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 07:44

3 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Þakka ykkur báðum kærlega fyrir

Siggi Lee Lewis, 24.7.2008 kl. 18:42

4 identicon

Til hamingju með blogg síðuna þína Siggi minn! Heyrumst, mamma

Lína (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 23593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband