28.12.2009 | 08:53
Öllum sprengju þotum beint til Íslands.
Ísland er meira en óvinsælt. Allar farþegaþotur sem minnsti grunur er að sé sprengja í er leiðbeint beint til Íslands. Icesave? Veit ekki. Held samt ekki.
Ég held að ástæðan sé sú að hér er alltaf kalt og allt svo dýrt. Svo hata líka útlendingar Jóhönnu Sigurðardóttir. Gissur Sigurðsson er líka mjög óvinsæll. Jón Gnarr er sá maður sem virðist koma í veg fyrir algjöra tortímingu landsins.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2009 | 15:13
Jólabjór. Jóla Kaldi VS Egils Malt Jólabjór.
Og þá er komið að því sem enginn hefur beðið eftir. Jólabjóradómar.
Ég smakkaði Jóla Kalda í fyrsta skipti um daginn. Jóla Kaldi er bjór sem er bara framleiddur fyrir jólin eins og allir jólabjórar. Kaldi er alveg frábær bjór. Nokkuð bragðmikill en vel þambanlegur, eins og bjór á að vera. Bragðið minnir helst á það sem maður gæti ýmindað sér að vatn í himnaríki bragðist. Það er fátt betra en að slaka einum ísköldum Jóla kalda í sig áður en maður fer á skíði.
Jóla Kaldi er dökkur bjór þó gjörólíkur öðrum bjórum sem Bruggsmiðjan á Ársskógarsöndum hefur gefið út áður. Hann er eins og ég segi bragðmikill og er 5,4% að veikleika. Ég mæli með Jóla Kalda fyrir alla sem finnst gaman í snú-snú.
Jóla Kaldi.
Veikleiki: 5,4%
Verð: 316 kr flaskan sem er allt of dýrt. Ég gef Jóla-Kalda 17 rop af 20.
*****************
En þá er komið að trúlega besta bjór sem er frammleiddur á Íslandi.
Sá djöfull heitir Egils Malt Jólabjór. Hann smakkast eins og gott sælgæti. Sætur, með pínu karamellukeim, svo ekki sé minnstá hið ljúffenga malt bragð. Ég mæli innilega með Egils Malt Jólabjór sem fyrsta þamb-bjórnum. Svo mega aðrir fylgja á eftir.
Það er ekki gott að þamba 11-12 kippur af bjórnum á einu og sama kvöldinu. Þá getur maður fengið ógeð og ælt eins og múkki. Einungis spari. Egils Malt Jólabjórinn er millidökkur og var einmitt fyrsti jólabjór Egils verksmiðjunnar. Áður hafði Viking einungis verið með jólabjór svo það var kærkomin nýjung. Einn stór galli Egils Malt Jólabjórinn er sá að hann er allt of allt of dýr. Ég man þá gömlu góðu daga þegar flaskan kostaði 198 krónur sem er samt allt of dýrt í rauninni, því þetta er bara einn lítill flöskutittur.
Ég get fullyrt að Malt jólabjórinn sé með allra bragðbestu bjór sem ég hef smakkað, ef ekki sá besti.
Egils Malt Jólabjór
Veikleiki: 5,6%
Verð: 279 kr flaskan, sem er bara steypa!
Ég gef Egils Jóla Malt Bjórnum 20 rop af 20!
********************
Svo þegar á toppinnn er hvolft, tekur Egils Malt Jólabjórinn síðustu lotuna með vinstri krók beint í flöskuhálsinn á Jólakalda og rotar hann, Jóla Kaldi átti aldrey möguleika allan bardagann.
Tónlist | Breytt 6.12.2009 kl. 04:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Siggi Lee Lewis
Jukebox
Bloggvinir
-
aloevera
-
atlifannar
-
hergeirsson
-
asdisran
-
gattin
-
binnag
-
brandarar
-
valgeir
-
gudbjornj
-
gudnim
-
gullilitli
-
gustaf
-
plotubudin
-
skinkuorgel
-
heida
-
drum
-
ingvarvalgeirs
-
irma
-
jakobsmagg
-
jea
-
jevbmaack
-
jensgud
-
presley
-
johanneshlatur
-
kiddirokk
-
markusth
-
omarragnarsson
-
palmig
-
robertb
-
runarf
-
siggith
-
stormsker
-
th
-
veraknuts
-
steinibriem
-
metal
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar