Ótrúlega skemmtilegt viðtal við Buddy Holly!

buddy_holly.jpg

Buddy Holly er eins og sennilega allir vita, einn af frumkvöðlum rokksins í Bandaríkjunum og væntanlega þá um gjörvallan heim! Hann hét fullu nafni Charles Hardin Holley og fæddist 7 September árið 1936 í smábæ sem heitir Lubbock, Texas. Ungur að aldri lærði Buddy að spila á piano, gítar og fiðlu, enda fjölskylda hans tónelsk fjöldskylda.

Snemma árs 1955 sá Buddy Holly ungan og óþekktan strák að nafni Elvis Presley, koma fram í Lubbock á balli. Þar með virðist eins og teningunum hafi verið kastað.  Í Oktober sama ár ákvað Buddy Holly að halda tónleika á sama stað og Elvis. Þar með var snjóboltinn farinn að rúlla og stækkaði mjög hratt.

Buddy Holly, með hljómsveit sinni The Crickets, sló rækilega í gegn með lögum eins og That will be the day, Rave on, Oh Boy og miklu fleiri lögum. Frægasti smellurinn var þó lagið Peggy Sue. Róleg melodýa með ögrandi trommuslætti og rokkaðri röddu. Lagið hljóp beint í fyrsta sæti á bandaríska billboard listanum í Júní 1957. Peggy Sue hefur oft verið kennt við andlit rokktímabilsins í Bandaríkjunum, eins og t.d í Bíómyndum, Auglýsingum, samkomum og allsonar tónleikum og fleiru.

Þegar Buddy Holly lést, var hann um borð í lítilli Beechcraft Bonanza, einshreyfils flugvél, með ekki minni mönnum um borð en þeim Ritchie Valent og The Big Bopper. Félagarnir voru á hljómleikaferðalagi og höfðu vikum saman ferðast um í rútu með ónýta miðstöð og var Buddy og félagar orðnir ansi leiðir á kuldanum og ömurlegheitunum á milli tónleika. "Engin svefn, engin friður"sagði Buddy í viðtali á milli atriða í þessu ótrúlega ferðalagi. Þegar félagarnir höfðu lokið af hljómleikum í Clear Lake, Iowa var bæsti áfangarstaður Fargo í North Dakota. Buddy Holly ákvað að leiga flugvél til að komast á milli enda orðin þreyttur og leiður á rútunni góðu.

Vélin tók á loft seint um kvöldið í léttri snjókomu en miklum vind, en brotlendi stuttu síðar. Lík Buddy Hollys og Ritchie Valents voru svo illa útleikin að þeir voru óþekkjanlegir. Þetta var 2 Febrúar, 1959 klukkan 01:00. "The day the music died". Ég er ansi hræddur um að Buddy Holly hafi þar með fengið sinn langþráða "svefn og frið" sem hann hafði svo óþreyjufullur beðið eftir í marga daga.

Að lokum vil ég koma einni lítilli skoðun á framfæri. Á sjötta áratugnum voru melódíur og popptónlist oft mjög afgerandi í hljómfalli. Svona 50's tónlist. Oft blandað blues, contry og gospel. Buddy Holly hins vegar, var farinn að syngja og semja lög sem voru í takt við tónlist og hljómaganga 10-15 árum síðar. Hér fyrir neðan er gott dæmi um það. Hérna er Buddy Holly að leika sér í studioi að laginu Mona eftir Bo Diddley. Upptakan er frá árinu 1957 en mér finnst gítarspil ekki vera nálægt í takt við sjötta áratuginn. Sérstaklega fyrstu gítarhlómarnir sem heyrast, gætu verið töff gítar riff fyrir þungarokkslag. En svona var Buddy Holly 1957.

 

Hér er svo frábært viðtal við Buddy Holly Sem Freeman Hover tók árið 1957:

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er nokkud gaman i Varsja. Ljot borg en agaett folk. Verdlag er lagt. Halfs łiter bjorflaska er 67 kr. A pobba er bjorinn a 200 kall. Virkilega gaman er ad uppgotva ad vinir minir i ponksveitinni I Aqapt eru fraegir i Pollandi. Hljomsveit sem haetti fyrir 2 arum en er stort nafn i Polllandi. Thad er skrifad um I Adapt i helstu rokkblofum Pollands. Eg skal syna ther thad thegar eg kem heim. Eg lenti i sma ryskingum a bar i gaer. Ekkert alvarlegt og eg skildi aldrei ut a hvad thad gekk. Held ad thad hafi verid misskilningur. Eg nadi strax ad fella naungann sem redist a mig og eg braut glasid mitt a hausnum a honum. Tho eg skildi fatt sem folk sagdi tha virtist mer sem folk staedi med mer.  Barthjonninn henti hinum ut og gaf mer snaps.  Eg skildi aldrei neitt.  Fekk bara krumlu framan i mig og allt for i rugl.  Var ekkert ad velta mer upp ur thvi.  Eg er adeins aumur i auga sem kaudi kyldi i.  En ekkert glodarauga.  Bara rodi fyrir ofan augad.   

Jens Gud (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:47

2 identicon

  Eg skil ekki hvernig hluti af textanum vard feitletradur.  Eg keypti fyrir tilviljun polskt rokkblad.  Thegar eg fletti thvi rakst eg a 3ja bladsidna grein um vini mina i hljomsveitinni Purrki Pillnikk.  Thar a medal eru 2 ljosmyndir ut Poppbokinni minni.  Aldeilis furdulegt.

Jens Gud (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:54

3 identicon

pappakassar

davið (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 05:24

4 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Davíð: Hljómsveit Buddy Hollys hét the Crickets sem eg held að sé einhver skordýrategund af bjölluætt.

Siggi Lee Lewis, 21.2.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband