"Nei, tú skalt bara minnast til tað næstu ferð"

faereyjar_1.jpg

Jens Guð, bloggari, rithöfundur og útgefandi með meiru hafði sagt mér í mörg ár að Færeyjingar væru ljúfari en lömb, og vildu gera allt fyrir íslendinga sem þeir gætu. Hvort sem við kæmum til Færeyja, eða þeir hingað, þá vildu færeyjingar íslendingum allt vel. Ekki nóg með það heldur nánast dáðu Færeyjingar Ísland og íslendingar Færeyjinga. Þessu tók ég með fyrirvara. Í bili.

Margar heyrði ég sögurnar frá Jens um Færeyjinga. Flestar nokkuð ótrúverðugar og ótrúlegar. Það gat ekki verið að ein þjóð dáðist að Íslandi svona mikið. Ég spurði Jens Guð út í þetta. Jens sagði mér að það væri gagnkvæm væntumþykja til Færeyjinga þó reyndar skorti upplýsing um Færeyjar hér á landi. Sem er rétt. faereyjar_4.jpgÍslendingar vita meira um Kuala Lumpur en Klaksvik í Færeyjum. Sem er synd.

Mér fannst Guðinn alltaf ýkja dálítið með sögur sínar af ferðum sínum til Færeyja. Dæmi var að maður gæti gengið inn á hvaða heimili sem er, óboðinn og fullur og þegið pönnukökur

Færeyjingar væru æstir í að bjóða íslendingum pönnukökur. Þetta fannst mér ansi magnað og prófaði þetta sjálfur þegar ég fór í fyrsta skipti til Færeyja. Það stóð heima.

Færeyjar get ég ekki líkt við annað en himnaríki. Töllvörðurinn á flugstöðinni er lyklapétur.

faereyjar_3.jpg

Ég hafði keypt einni flösku of mikið af víni að sögn tollvarðarins. Ég var í vímu af þægindar andrúmslofti og vellíðu. Smá drukkin líka.

Ég sagði fyrirgefðu, "ég bara skila flöskunni til baka og biðst innilegrar afsökunar"

Tollvörðurinn brosti og lokaði töskunni og sagði "Nei, tú skalt bara minnast til tað næstu ferð" blikkaði mig og renndi flöskunni ofan í töskuna aftur. faereyjar_2.jpg

Þegar til Torshavnar var komið, eftir 30-40 min rútuferð, leið mér eins og engli. Yfirvegunin var svo þvílík og fólkið var svo frábært að ég trúi því varla enn. Ekki skemmdi það að sitja við hliðina á Jens Guð. Ég þarf að fara aftur til Færeyja til að ná því hversu færeyjingar eru elskulegir í garð íslendinga. Ég næ ekki ástæðunni., en einhverra hluta vegna þykir mér vænst um færeyjinga til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 23400

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband