Tónlistarsmekkurinn Jerry Lee.

Ég byrjaði fyrst að hlusta Jerry Lee eftir að ég hætti að hlusta á vögguvísur. sem voru í tísku um það leyti sem ég fæddist. Tónlistin sem pabbi minn kynnti fyrir mér er sú tónlist sem ég elska hvað mest og hlusta hvað mest á, en það er til meira en það, og meira að segja gjemli pabbi viðurkennir það.

elvis_presley_789142.jpg

Sú tónlist sem ég fíla hvað mest persónulega er hin svokölluð "rót" af rokki. Þ.a Jerry Lee Lewis, Carl Perkins, Chuck Berry, Roy Orbinson, Little Richard, Elvis, Fats Domino, Buddy Holly og endalaust fleiri. Pabbi minn á heiðurinn af því að ég skuli hafa farið að hlusta á þessa tónlist. 

Eftir að ég var "kominn yfir" að hafa stolist í vinylöplöturnar hans, fór ég að upphvöta ýmislegt varðandi tónlist. T.D var nýleg furðuleg tónlist sem ég fattaði ekki þótt ég reyndi mikið að skilja, sem var tónlistin RAPP.

 

Systir mín bjó í næsta herbergi við mig og ég viðurkenni það nú, að ég stalst í geisladiskasafnið hennar oftar en 3000 sinnum!. Það voru ekki margir diskar á þeim tíma. Eitthvað með Stjórninni, annar sem hét "Reif í Tætlur", "Bjarni Ara", "Gullöldin með Bjögga Halldórs", en svo var einn diskur sem ég var sérstaklega hrifinn af. Ég man ekki hvað hann hét eða heitir (Gott ef hann heitir ekki "Golden Era"), en hann var með mörgum lögum sem pabbi átti á vinyl, nema hvað það var miklu skýrara sánd. "Whole lott a shaking going on" var eins og væri hljóðritað í herberginu! Þannig að þar fór ég að kaupa mér sjálfur diska. Sérstaklega diska með Jerry Lee Lewis, sem ég hélt hvað mest upp á. Ég var með piano inn í herberginu hjá mér þannig að ég gat reynt að herma eins og ég gat eftir honum.

jerry-lee-lewis_789168.jpg

jerry_lee.jpg

Þegar ég fór að vinna fyrir sjálfum mér upphvötaði ég það að ég gat keypt mér það sem ég vildi. Þannig að öll mín laun fóru í plötur. Seinna meir í bíla, áfengi og kvennafar, aðalega áfengi og benzin þó.

 buick_789148.jpg

Þegar ég fór sjálfur að kaupa diska með Berry, Presley og Lewis fór ég að spá í upprunan. Hvaðan þetta kæmi allt saman. Ég gróf þetta upp í plötubúðum (Trúið mér þá var netið ekki komið á þetta stig sem það er nú) og ég man sérstaklega eftir einni plötu kompu sem ég reyndar man ekki hvað heitir, en veit hvar hún er. Þar fann ég plötu með Boogie Woogie piano spilara sem hét Albert Ammon. Og þar byrjaði þetta allt saman. 

 

 


Fávitar og skammir Íslendinga!

motmaeli4.jpg motmaeli3.jpg

Fávitar eru meðal vors. Það kemur greinilega og glögglega í ljós þegar horft er á mótmælin niðrí bæ. Unglingafávitar sem sparka í lögguna, með klúta um hálsinn, drullusokkar sem henda eggjum í Alþingishúsið okkar og brjóta rúður, fífl sem henda gangstéttum í lögreglumennina okkar sem og henda mannaskít og hlandi í þá.

motmaeli1_778285.jpg

Sem betur fer er þessi fávitahópur pínulítill. Sennilega eru um 99% mótmælenda sem haga sér til fyrirmyndar. Ég hef aldrey fyllst jafn miklu stolti eins og þegar hópur mótmælenda raðaði sér upp fyrir framan brynvarða lögregluna, til að halda yfir þeim lífiskyldi. Ég hefði gert það sama ef ég hefði verið á staðnum. En ég hef takmarkaðan áhuga á að mótmæla á þann hátt sem fram hefur komið í fjölmiðlum.

motmaeli2.jpg

Mótmæli síðustu daga hafa dregið úr mér allann vilja og löngun til að mæta og taka þátt í að mótmæla. Ég fæ æluna upp í háls þegar ég sé 16-17 ára unglingafávita með trefla fyrir kjaftinum þrykkja tómötum í lögrelumenn.


Nóg af olíu í Mið-Austur-löndum

arabi.jpgÞegar ég fékk bílpróf 17 ára vildi svo skemmtilega til að vetur var genginn í garð. Ég naut þess að keyra út um allt í slabbinu, hitta vini og monta mig af Nissanuninum mínum sem er hefur einn ljótasta lit íslensku bílasögunar. Dökk bleikur. Ég taldi ekki skiptin sem ég fór "upp á stöð" til að spjalla við félagana en þau voru þó nokkur. Sennilega á hverju einasta kvöldi í 3-4 ár. "upp á stöð" er bílaplanið fyrir aftan sjoppuna á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Þar er líka Dekkjaverkstæði.

mi_austurlandabuar_768631.jpg

Ég gleymi því ekki að á hverju vetri og á hverjum bíl sem maður var á gat maður ekki sleppt því að taka handbremsu beygju þegar maður kom fyrir hornið á 30-50 kmh hraða. Hvað það var gaman! Það er ekki hægt að leika sér svona á þurru malbiki því þá þarf maður að vera á meiri hraða, taka meiri áhættu og "slíta" bílnum meira.

Í mið-austurlöndum vafra menn sér ekki fyrir því hvort það sé þurrt malbik. Menn gefa bara þeim meira í. Og nota hraðbraut í stað bílaplans til þess að "drifta" eða "skransa" bílnum út og suður. Þá virðist ekki skipta neinu máli hvort umferð sé á brautinni eða mannfjöldi við vegarbrúnina. Dekkja eyðsla virðist heldur ekki aftra þeim frá því að eyða peningum, hvað þá eldsneyti? Heimska eða snilld? Bæði segi ég!


Lay Low brillerar

lay_low.jpgÉg keypti nýjustu plötuna með Lay Low um daginn. Mér til mikillar ánægju varð hún engan veginn að vonbrigðum! Þvert á móti er þetta besta plata sem ég hef heyrt með íslenskri söngkonu, síðan Ellý Villhálms var og hét. Þetta er contry plata. Contry höfðar vel til mín. Ég get ekki dæmt plötuna nú þegar þar sem ég hef ekki melt hana nema í 2 daga eða svo. En ég ætla að gefa laginu "I Forget It's There"  10 og hálfa stjörnu.( 10 er mest á mínum mælikvarða ) Ég gaf laginu einkun eftir 5 sekúndna hlustun og gaf því strax fullt hús. Og það stóðst. Það besta er að þetta er bara eitt lag af 11 laga plötu sem hún var að gefa út. Ég er orðinn meira en aðdáandi!

Þetta er lagið:


Töffaraskapur- SÖNN SAGA

Að vera Töffari er ekki á færi allra. Í það minnsta ekki samkvæmt reynslu minnar á "alvöru töffurum"

Í gegnum tíðina og þá sérstaklega í dag, hefur "töffaraskapur" þótt vera merkilegt fyrirbrigði. Jafnvel dónalegt, svívirðilegt, óþarfi, kjánalegt, öfunsvert, flott, óþarfi, þurfi og í dag, lífsstíll til að komast af.

dean.jpg

Það eru sennilega 7-8 mánuðir liðnar síðan ég kom inn á Bar 11. Eða "Ellefan" Eins og hann er kallaður.  Ég kem inn og sest á næsta barstól og geri mig góðann til að panta drykk, sem ég og geri. Fáir voru inni enda klukkan bara 18:00, eða eitthvað slíkt. Í þann mund sem ég er að fara að tala við barþjóninn koma 3 félagar upp að barnum. Umkringja mig og leggjast nánast á barborðið til þess eins og að fá athygli mína. (Töffarar 1, 2 og 3) Ég brosa og kinka kolli á "töffara nr 1".

Nokkurn veginn fór samtal okkar svona fram:

---------------------------------------------------------------

Töffari 1: Hvar keyptirðu þessa greiðslu? (töffarar 2 og 3 hlægja)

Ég: Ég fékk hana í álnavörubúðinni hérna fyrir ofan. (Enginn hlær)   

Töffari nr 1: Hvað segirðu? Ætlarðu að detta í það núna, klukkan 6 á föstudegi?

Ég: Ég veit það nú ekki, ég á reyndar von á félaga mínum fyrr eða síðar.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Samtalið varð ekki meira í bili, en í millitíðinni fjölgaði á staðnum, mér til mikillar ánægju. Þar kom flott dama sem settist við hliðina á mér og einhverjir vinir hennar. Ég var satt að segja drullufeginn að vera losnaður undan þessum ofur-töffurum.

Hálftíma seinna var félagi minn ekki kominn og daman og vinir hennar höfðu sest við borð í salnum. Ég sat ennþá á barnum. Ég hugsaði mér til útgangs þegar Töffari nr 2 kom upp að mér.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Töffari nr 2: Bíddu ert þú ekki einhver Presley eða eitthvað

Ég: Nei það held ég ekki.

Töffari nr 2: Ertu ekki að spila eða syngja einhverstaðar?

Ég: Nei ég vildi að svo væri

Töffari nr 2: Ég held ég hafi séð þig einhverstaðar áður.

Ég: Já það gæti verið á....(svo taldi ég upp hinn og þennan stað sem ég hef komið fram á)

Töffari nr 2: Jaaaáá! ROP...þú ert þarna ROP, þú er þessi gamaldagslegi píanóleikarinn þarna! HIKST/ROP

Ég: Já akkúrat  (Töffari nr 2 lítur skringilega á mig)           

brando.jpg                                                                                                                         

Þegar hingað er komið man ég ekki mikið meira af samkiptum mínum við töffarana, nema hvað að ég man að þeir fóru út af staðnum fljótlega eftir samskipti mín við Töffara nr.2.

Töffari nr.3 sem var þybbnastur af þeim talaði aldrey neitt mikið, en hlóg alltaf af því sem Töffari nr. 1 og Töffari nr. 3 höfðu að segja og þá sérstaklega af Töffara nr.1. Töffari nr 2 var meira svona gæjinn sem skammaði Töffara nr.3 fyrir að hlægja ekki nógu mikið af Töffara nr. 1.

Saman gengu þeir töffaralega út og ég gleymi ekki töffara hláturnum þeirra, sem er svona...."he ha hea he he ha ha"

 


Bloodshot Bill - Rockabilly með Pönk ívafi dauðans

Fáir þekkja snillinginn Bloodshot Bill. Náunginn er ótrúlegur. Hann byrjaði snemma á að syngja Rockabilly tónlist. Herma eftir öllum gömlu meisturunum, Carl Perkins, Jack Scott, og fleirum. Seinna fór Bill að þróa tónlistina sína út í pönk. Hann fór að fá dálæti á tónlistarmönnum eins og Hasil Adkins, sem er hvað þekktastur fyrir tónlistartegundina "Physicobilly" Snargeðveikur suðurríkja redneck sem veit um fátt skemmtilegra en að slást og krassa bílum.

bloodshot_bill.jpg

Physicobilly er samblanda af Rockabilly og pönki. Bloosdshot Bill er syngjandi dæmi um physicobilly tónlist og setur nánast andlit á tónlistina.

 


Drukknir wanna be mótmælendur.

Fulla unglinga sem þyrstir í piparúða í augun sín, skemma einn skemmtilegasta þátt ársins fyrir alldri þjóðinni. Í ofanálag kalla þeir sig fulltrúa Íslensku þjóðarinnar. Þetta eru ekki mótmæli, heldur skemmdarverk. Fólk er allan gamlársdag að gera sig tilbúið fyrir kvöldið, en sest niður þessa tvo tíma með hvítvín og vínber til að slaka á í amstri dagsins. Eftir 40 mínútur af þættinum dettur fullum fávita að brenna leiðslur búnaðar sem hjálpar til við að senda beina útsendinguna inn á heimili fólks.

protester.jpg

Þetta er enn eitt dæmið sem talar fyrir því að lögreglan á að grafa piparúðan og taka upp skammbyssur. Minnsta kosti að brúka kylfurnar! Til hvers eru lögreglumenn með kylfur? Til að getað sprautað piparúða?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráma rödd?

eartha_kitt_757170.jpg

Skil ekki efni fréttarinnar að því leyti að Eartha Kitt hafi verið þekkt fyrir að vera með ráma rödd. Ég þekki söngkonuna ekki mjög vel, en þekki þó mörg lög með henni frá sjötta áratugnum og early sjöunda. Þar er hún þvert á móti með vanillu mjúka rödd í öllum sínum lögum. Getur verið að hún hafi farið að verða rám með aldrinum? Þekki það ekki.


mbl.is Eartha Kitt látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mávar étnir í Færeyjum

Ég vil byrja á að óska öllum lesendum þessa bloggs gleðilegra jóla. Kvöldið hefur verið frábært hjá mér og ég hef þegar búinn að éta 4 sinnum yfir mig.

frett-geirolafs

Við erum núna að slaka á og fá okkur rettu og spjalla saman. Mér datt í hug að skjótast í tölvuna ig athuga hvað væri að gerast í netheimum þessa stundina. Skiljanlega er rólegt yfir bæði bloggurum og fréttamiðlum svo ég ákvað að bjóta aðeins upp jóla ísinn og smella inn einhverju bulli hérna á bloggið.

peningar

Mér datt í hug að segja ykkur frá skemmtilegu og nýlegu jólalagi með Geir Ólafssyni, þeim frábæra skemmtikrafti, sem reyndar er einn af örfáum sem þora virkilega að koma fram með öðruvísi tónlist. Hann syngur einni listavel og er frábær tónlistarmaður. Lagið sem um er talað heitir Jólamávurinn kemur í kvöld. Og fjallar um Jólamáv. Sem kemur í kvöld. Það er að segja kvöldið sem lagið er spilað. Það er ekkert sérstakt kvöld, heldur má maður bara ráða því hvaða kvöld það er.

Mávur

Bandaríkjamenn hafa þann sið að borða risastóran jólakalkún (Christmas Turkey) með öllu á þakkargjörðardaginn annars vega og margir á aðfangadagskvöld hins vegar. Íslendingar hafa m.a þann undarlega sið að borða jólarjúpur sem eru svo litlar að hver og einn þarf að minnsta kosti 18-22 stykki á kjaft. Og hef ég heyrt að stykkið kostar allt upp í 90.000kr, en íslendingar hafa aldrey verið þekktir fyrir að spara yfirdráttinn sinn.

Kalkúnn

Færeyjingar borða máva. Jólamáva.

Grillaður múkki 

Geir Ólafsson var svo yndislegur að gefa Færeyjingum veglega jólagjöf í ár fyrir 6.000.000.000kr lán sem þeir lánuðu okkur. Þetta var ekki jólagjöf af verri endanum, heldur Amerískur jólaslagari, sunginn á norsku og aðeins fyrir færeyjinga. Færeyjingurinn Elis Poulsen hefur upp á síðkastið verið að æfa sig í norsku, því hann fór núna rétt fyrir jól að veiða máva í Noregi, þar sem mávar eru tíðséðari í Noregi heldur en Færeyjum. Hann fékk þá snjöllu hugmynd að semja lag, á norsku og það jólalag, fyrst jólin væru að nálgast. Geir, sem þá var staddur í Vestmannaeyjum, heyrði af hinum nýja jólatexta Erics og setti sig í beint talstöðvarsamband við kauða og úr varð að Geir söng lagið inn á plötu og gaf Færeyjingum. Er til betri jólagjöf??

Hugsið ykkur. Kannski breskt jólalag, sungið á sænsku, um íslensku jólarjúpuna!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siggi Lee Lewis

Höfundur

Siggi Lee Lewis
Siggi Lee Lewis

The problem with the world is that everyone is a few drinks behind

Jukebox

Blues Willis - Skeiðar fram á veg
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Buck Green ásamt Ástríki eftir fund
  • Sveinbjörn
  • Ástríkur
  • ...-promo-shot
  • ..._s_platters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 23428

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband